Sunnudagur, 3. september 2006
Berjaferð vestur í Dali
Föstudaginn var héldum við vestur á boginn. Ætluðum að vera í Bláa húsinu í Dölum tvær nætur og leita að berjum í góða veðrinu. Þegar við vöknuðum á laugardagsmorgni var hinsvegar ekki svo gott veður; þokufýla með vætu af norðan og ekki fýsilegt berjaveður. En það smá skánaði veðrið og við ákváðum að fara suður fyrir Svínadal og ber að Laugum.
Á Laugum var þurrt og allþokkalegt veður og nutum við þess að tína þar ber í nokkrar klukkustundir. Nóg var af krækiberjunum og einnig nokkuð af aðalbláberjum, en þeirra saknar maður nú hvert haust á Suðurlandinu.
Við borðuðum okkur södd af skyri, rjóma og aðalbláberjum og höfðum það notarlegt um kvöldið. Ekki var tínt að þessu sinni til þess að sulta. Komum svo heim í dag um kl. 16.00 og náðum í endan á mjög góðu veðri á Selfossi.
Myndirnar frá berjaferðinni komnar inn í albúm; http://loi.blog.is/album/Berjarferd2sept076vesturiDali/
Bloggfærslur 3. september 2006
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar