Leita í fréttum mbl.is

Birna, Rikki og humarinn.

Það verður að viðurkennast að ég hef verið nokkuð bloggslappur undanfarið þótt næg hafi verið tilefnin.   T.d kom Birna, heimasætan á bænum, aftur heim um síðustu helgi eftir hálft ár sem skiptinemi í Brasilíu.  Hún er svo sannarlega reynslunni ríkari og lukkuleg með dvölina. Hún hélt úti ágætri bloggsíðu á meðan á þessu stóð og fékk hvorki meira né minna en um 3000 heimsóknir á hana.  Hægt er að komast á síðuna hennar hér við hliðina.

Svo er Rikki nýbúinn að eiga afmæli og það var alveg meiriháttar veður á meðan á því stóð.  Grillaðar pulsur og ég veit ekki hvað.   Trampólínið í garðinum var nýkomið upp og var vinsælt.  Allir enduðu síðan í vatnsslag og var það langvinsælasti leikur afmælisins. 

Þá var héldum við heilmikla humarveislu á Víðivöllunum síðasta sunnudag til að fagna komu Birnu og kveðja systir Guggu og fjölskyldu sem var að fara aftur heim til Danmerkur.  Alls grilluðum við og steiktum 200 humra.  Það verður nú að þakka sjómanni fjölskyldunnar (Kristleifi Inga)  fyrir humarinn en hann gaf okkur hann fyrir viku síðan.  Það gekk nú nokkuð af þessu þrátt fyrir að ég og tengdamamma höfum lagt okkur verulega fram.


Bloggfærslur 3. ágúst 2006

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband