Leita í fréttum mbl.is

Hizbollah...unnu þeir ekki bara ?

Nú er loksins komið vopnahlé milli Hizbollah og Ísraelsmanna.   Þetta stríð náði eyrum mínum og augum mörgum sinnum meira en önnur undanfarin stríð, sem hægt hefur verið að fylgjast með í fjölmiðlum.

Eins og ég skildi það þá byrjuðu Ísraelsmenn að gera loftárásir á Líbanon til að draga úr herstyrki Hizbollah og koma í veg fyrir að þeir gætu skotið eldflaugum á Ísrael.  Eftir um viku loftárásir réðust þeir með landher inn í landið; fyrst heyrði ég töluna 2.000 hermenn, svo 3.000 hermenn, svo 11.000 hermenn og að lokum voru allt að 30.000 hermenn frá Ísrael í stríði við Hizbollah skæruliða.  Mér hefur og alltaf skilist að ísraelski herinn væri með þeim best búnu í heiminum.

En aldrei var talað um að meira en nokkuð hundruð Hizbollah skæruliðar væru í Líbanon að verjast öllum þessum velbúna og tæknivædda her.  Og síðasta daginn fyrir vopnahlé skutu Hizbollah skæruliðarnir yfir 200 eldflaugum á Ísrael svona rétt til að sanna að óvininum hefði alls ekkert gengið að minnka hernaðarstyrk þeirra.

Ég hef fylgst með þessu alveg gáttaður og eftir því sem ég les blöðin betur sé ég að Ísraelsmenn eru líka gáttaðir. Töluvert eignatjón var í Ísrael, töluvert eignatjón í hernum og nokkrir tugir ísrelska hermanna létu lífið ásamt nokkrum tugum saklausra borgara.  Ekkert í samanburði við það sem Líbanar máttu þola, samt örugglega miklu meiri skaði en Ísraelsmenn bjuggust við.

Svo kórónuðu Hizbollah skæruliðarnir þetta með því að að gefa fórnarlömbum stríðsins fullt af dollurum sem þeir veiddu uppúr ferðatöskum.  Stór skilaboð um að þeir hafi aldrei verið sprækari og aldrei verið vinsælli.  Það sama er ekki hægt að segja um Isrelsmenn.  Ég get ekki betur séð en að Hizbollah hafi staðið af sér árásir Ísraelshers með frækilegri vörn; nokkuð hundruð á móti 30.000.  Og sá óvinaherinn  verði brátt farinn úr landi.   Svo ég spyr vann þá ekki Hizbollah ?


Bloggfærslur 21. ágúst 2006

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband