Fimmtudagur, 17. ágúst 2006
Fjölskylduferð 2006
Fjölskylda Lóa hefur undanfarin níu ár komið saman eina helgi á sumri og notið þess að vera saman. Upphaf þessa var að mamma (amma) Birna bauð allri fjölskyldunni til Grímseyjar 1996 á fimmtugsafmæli sínu. Næstu ár á eftir var farið árlega út í einhverjar eyjar en svo breyttist það þegar erfiðara og erfiðara var að komast út í eyði eyjar. Fjölskylduferðirnar áttu því 10 ára afmæli í ár.
Að þessu sinni var farið að Fljótstungu í Borgarfirði. Í stuttu máli var heppnin með okkur í flestu tilliti; gisting og aðstaða var með ágætum, veðrið hélst gott allan tímann og góð mæting var í ferðalagið.
Í raun hefst samveran ávallt á föstudagskvöldi þar sem snædd er súpa, svo var einnig nú. Á laugardagsmorgni fóru þeir sem vildu í hellaskoðun með fararstjórn (Víðigemlir). Það var mjög eftirminnanlegt og eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi. Eftir hádegið var síðan farin hringur; farið í sund, snætt nesti og helstu sögu- og náttúperlur skoðaðar í rólegheitunum. Grillað var um kvöldið en 10 ára hefð er að fjölskyldumeðlimir borði mjög mikið af öllum tiltækum mat. Reyndar er það aðaláhyggjuefni allra sem að ferðinni koma að matur sé of lítill. Þessvegna koma allir með talsvert meira af mat til vara en reiknað er með að þurfi. Að lokum er svo spilað fram eftir nóttu.
Sunnudagurinn er svo notaður til heimferðar og var að þessu sinni komið við á Búvélasafninu á Hvanneyri.
Hér eru myndirnar úr ferðalaginu, þ.e þær sem ég tók með hjálp Birnu og Guggu.
http://loi.blog.is/album/Fjolskylduferd2006/
Bloggfærslur 17. ágúst 2006
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar