Fimmtudagur, 6. júlí 2006
Inn á hálendið
Sunnudaginn 2. júlí rendum við upp á hálendið. Við fórum sem leið lá upp í Gnúpverjahrepp og svo upp að Búrfelli. Við ókum sem leið lá með stoppum alla leið upp að Þórisvatni. Í Sultartangavirkjun var opið og þar hægt að skoða myndlistasýningu og fræðast um stöðina og virkjanirnar í nágrenninu. Við komum líka við í Hálendismiðstöðinni rétt hjá Hrauneyjafossvirkjuninni og fengum okkur að borða þar. Svo skrýtið sem það nú er eru aðeins 99 kílómetrar frá Hrauneyjarfossvirkun og niður á Selfoss. Öll leiðin er á malbiki og því ekkert auðveldara en að skreppa þarna uppeftir og skipta alveg um landslag. Myndirnar sem teknar voru á leiðini verða fljótlega settar í sér albúm hér við hliðina.
Á morgun verður haldið í vikuferðalag um Vesturland og Vestfirði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 6. júlí 2006
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar