Leita í fréttum mbl.is

Hvítasunnuhelgin

Ætlaði að vera búinn að segja ferðasöguna fyrir löngu.  En á föstudaginn fyrir Hvítasunnu fórum við vestur í Dali; ég Gugga, Rikki og Jana vinkona Rikka.  Veðrið á föstudagskvöldinu var afar fallegt og Dalirnir heilluðu. 

Laugardagurinn var notaður í að pikkast aðeins í garðinum hennar mömmu og svo fórum við í sund á Reykhólum og þaðan í kaffi á Reykjarbrautinni hjá Gústa og Herdísi.  Nauðsynlegt að fá svona af og til fréttir af mannlífinu í Reykhólasveitinni.  Svo enduðum við aftur í bláa húsinu á Brunná og grilluðum og fl.

Sjálfan Hvítasunnudaginn var lagt snemma að stað og ferðinni heitið í Vesturbyggð, nánar tiltekið í Örlygshöfnina, þar sem mamma og pabbi hafa fært búsetu sína.  Hvítasunnusteikin beið okkar þar og svo síðdegis skoðuðum við safnið sem mamma stýrir á Hjóti.  Eftir svartfuglsegg og einhverjar Arnfyrskar hveitibökur var svo haldið aftur heim í bláa húsið.

Mánudagurinn var notaður m.a í langa fjallgöngu.  Tiltekt  og síðan ekið heim á Selfoss.   Frábær ferðahelgi að baki með brúklegu veðri mestallan tímann.


Bloggfærslur 7. júní 2006

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband