Laugardagur, 13. maí 2006
Samkeppni
Ef maður ber saman vexti stærstu bankanna þriggja, sem reyndar er æði mikil vinna, er niðurstaðan að óverulegur munur er á kjörum þeirra. Ef fengin eru tilboð í tryggingar frá tryggingafélögum kemur ekki í ljós mikill munur, en samt er mjög flókið að bera tilboð tryggingafélaga saman. Ef skoðuð er verðskrá stærstu olíufélaganna er óveruelgur munur á bensíni og olíu hjá þeim. Ef bornar eru saman nokkrar vörutegundir í Bykó annarsvegar og Húsasmiðjunni hinsvegar finnst ekki mikill verðmunur. Ef skoðuð er gjaldskrá Og vodafone og Símans finnst ekki mikill munur. Næstum enginn munur er á gjaldskrá orkusölufyrirtækja á rafmagni og svo framvegis.
Ofangreindir þættir er stór sneið í neyslu hvers og eins og ekki hægt að velta því fyrir sér hversvegna ekki sé meiri samkeppni. Öll þessi fyrirtæki sýna góðan hagnað hvert einasta ár. Að maður skuli treysta þeim til þess að vera með heiðalega álagningu og að maður skuli vera viss um að ekki sé verðsamráð - slíkt hvarflar varla að nokkrum manni. En samt líðst þetta ár eftir ár !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 13. maí 2006
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar