Mánudagur, 6. nóvember 2006
Umræða ekki fordómar
Þegar þingmaðurinn Magnús hóf umræðu um að við Íslendingar gætum stjórnað betur streymi og viðtöku á útlendu vinnuafli til landsins, stakk hann á stórt kýli. Ég er einn þeirra sem tel að þessi mál verðskuldi meiri umræðu en verið hefur, ekki síst til þess að málefni þessa fólks séu ekki í þeim ólestri sem þau virðast vera. T.d virðist það kosta alltof mikið fyrir fólkið að fara og verða sér úti um íslensku kennslu. Þá virðist það vera alltof algengt að vinnuveitendur ætli að sjá um að fólkið fái kennitölu hjá Hagstofunni, en annaðhvort gleymi því eða dregur það á langinn...með þeim afleiðingum að börn þessa fólks kemst ekki í skóla strax að hausti.
Mér fannst Magnús vera varfærinn í umræðu sinni enda málið vandmeðfarið. Minnsta ónærgætni er strax túlkuð sem fordómar. Frjálslyndi flokkurinn á heiður skilið fyrir að hefja þessa umræðu. Við Íslendingarnir sem viljum þessu fólki vel, verðum að vera skipulagðari í móttöku þess. Annars fer öllum að líða illa yfir þessu og þá er stutt í fordómana.
Ég hef hingað til ekki talið mig vera fordómafullan hvað þetta varðar. Mér hefur samt ekki tekist að venjast því að þurfa að kunna erlend tungumál til að fá afgreiðslu í verslunum.
Bloggfærslur 6. nóvember 2006
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar