Þriðjudagur, 10. október 2006
Gengið á Hengil
Laugardaginn var fór ég með pabba í skipulagða gönguferð uppá Hengil. Við fórum með Hornstrandarförum, sem voru í sinni árlegu hausferð. Pabbi er búinn að vera afar duglegur að ganga í sumar. Hefur m.a gengið í Ölpunum og farið tvær ferðir á Hornstrandir auk nokkurra ferða á Esjuna og önnur fjöll.
Ferðin var nokkuð fjölmenn eða um 70 manns. Leiðin sem farin var er stórskemmtileg, en farið var af stað úr Dyradal og gengið þaðan í krókum uppá hengil. Alls var gengið með nokkrum stoppum í 6,5 klukkustundir. Veðrið var bara þokkalegt; þurt og sólskin á köflum. En víða var þó mikill vindur og efst á fjallinu var bara ansi líflegt veður.
Myndirnar eru komnar inn í myndaalbúm og eru á slóðinni: http://loi.blog.is/album/GonguferdaHengil07-10-06/
Bloggfærslur 10. október 2006
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar