Færsluflokkur: Matur og drykkur
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Jökull og Móri
Þar kom að því að ég komst yfir eina flösku af nýja bjórnum frá Stykkishólmi. Bjórinn heitir Jökull og er bruggmeistarinn DALAMAÐUR, sem er frábært. Elsa Svans á heiðurinn af bragðinu af þessum bjór.
Þessi bjór er í mildari kanntinum. Ekkert afgerandi eða sérstakur en jafnvægið í honum er mjög fínt. Gæti alveg slegið í gegn. Flott hjá Elsu.
En....!!!! miðinn utan á flöskunni er sá ljótasti bjórmiði sem ég hef EVER séð. Barasta veit ekki hverjum datt svona lagað í hug.
Ég komst einnig yfir flösku af MÓRA nýrri framleiðslu frá Sunnlenska brugghúsinu í Ölvisholti. Þetta er Öl...dökkur yfirborðsgerjaður, sætur, rammur og svolítið hrár. Alveg ágætur. Og flottur bjórmiði.
En af öllum íslenskum bjórum sem ég hef smakkað (á eftir El Grillo og Gullfoss) þá er Egils Premium ennþá sá besti (Líka af Vesturlandinu). Kaldi vinnur hinsvegar mikið á.
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Er gamall íslenskur heimilismatur hollur ?
Ég hef margoft heyrt fólk tala um það að illa sé komið fyrir fullt af fjölskyldum þar sem stöðugt sé lögð meiri áhersla á unnar matvörur, pasta og brauðvörur. Þessari gagnrýni fylgir gjarnan tal um óheilla þróun frá þeirri matarhefð sem var hér fyrir um 50 árum eða svo. Viðkomandi einstaklingar trúa því einnig blint að gamall íslenskur heimilismatur sé mein hollur.
Sumt að því sem við höfum vanið okkur á að borða er örugglega óhollt. En alhæfingin sem fellst í þessari gagnrýni er mikil. Sumt af gamla heimilismatnum, eru unnar vörur, sem teljast mishollar. Má þar nefna feit og reykt bjúgu, hamsatólg, kleinur og fl. Þá verður að teljast að þjóðfélagið sé mikið breytt og meginþorri fólks er ekki í þörf fyrir jafn fitumikla matvöru og áður.
Einnig má hafa í huga að margt af því sem hefur tekið við af gamla matnum er hollara. Dæmi um slíkt er t.d vítamínbætt morgunkorn í stað hafragrauts. Neysla grænmetis og ávaxta hefur minnkað neyslu á fitu.
Því segi ég nei við afturhvarfi til gamla heimilismatarins. Hinsvegar þarf að varðveita hefðina því hún er menningararfur.
Þriðjudagur, 28. október 2008
Vatn
Undan farin ár hefur sala á vatni á flöskum aukist verulega. Bæði er um að ræða kolsýrða drykki og ókolsýrða. Fyrirtaks markaður virðist hafa verið fyrir vatnssölu á Íslandi; landi þar sem vatn úr krana, lækjum, vötnum og ám er fyrsta flokks. Sem sagt við höfum kosið það sífellt oftar að borga fyrir drykk sem fæst ókeypis um allt land.
Erum við ekki frábær ?
Þriðjudagur, 11. september 2007
Nú borða ég vínber
Þegar ég var lítill strákur vestur í Dölum þekkti ég fáa ávexti. Epli, apelsínur, krækiber og bláber. Ég man ekki hvenær ég fékk banana fyrst eða peru. En ég man þegar ég fékk fyrst melónu og grape svo dæmi séu nefnd. Og ég man það líka að á jólunum fengust fleiri ávextir en venjulega í Kaupfélagi Saurbæinga á Skriðulandi. Til dæmis voru vínber þá sérstaklega keypt og höfð til hátíðarbrigða.
Nú tæpum 40 árum síðar borða ég vínber oft í viku í öllum regnbogas litum; græn, rauð og blá. Sum eru meira að segja steinalaus. Og á jólunum finnast engir ávextir lengur sem hægt er að kaupa og hafa til hátíðarbrigða.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Hollusta í úlfsgæru
Nú er hægt að kaupa vítamín og steinefna bætt kolsýrt vatn, hægt að kaupa C- vítamín bættan brjóstsykur og sykurlaus gos með fullt af sætuefnum.
Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Sólber í öll mál
Jæja það er komið að uppskerutíma. Næstu helgi mun ég plokka sólber eins og ég hef orku til. Í garðinum er þvílík ógrynni af sólberjum að ég hef aldrei séð annað eins. Íbúarnir sem bjuggu hér á undan mér ræktuðu nefnilega sólber í atvinnuskyni þannig að í garðinum mínum eru tugir metra af sólberjarunnum.
Auðvitað sultar maður eitthvað, reikna með að frysta líka og svo langar mig að prufa að þurka berin og nota þau í te og súpur á köldum vetrardegi.
Las einhversstaðar að sóber væru hollust þeirra berja sem plokkuð væru í íslenskri náttúru.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar