Færsluflokkur: Íþróttir
Þriðjudagur, 9. janúar 2007
Skrefamælir
Um jólin fékk ég skrefamæli í jólagjöf frá Guggu. Þetta er einfallt tæki sem telur skref útfrá hreyfingu mjaðma. Ekki kannski það nákvæmasta í heiminum, en gerir sitt gagn. Það er nefnilega hægt að mæla hlutfallslega ýmsa hreyfingu með þessum litla mæli.
T.d er ljóst að ég fæ 30 - 50 % af allri minni hreyfingu á klukkutíma útburði Fréttablaðsins á morgnana. Ef ég er rólegur í tíðinni einhvern helgidaginn og sit við lestur eða í tölvu er hreyfingin allan dagin eins og hálftími í göngu ! Þá kemur einnig í ljós að heimilisstörf eins og tiltekt eða vinna í eldhúsi eru ótrúlega skrefadrjúg. Þá telur það mikið að labba í og frá vinnu eða fara gangandi í búiðir eða heimsóknir.
Eftir þessa mælingar á skrefum veit ég furðu miklu meira um hreyfihefðir mínar. Og ltili skrefamælirinn minn virkar stöðugt hvetjandi á mig til enn meiri hreyfingar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar