Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Spennitreyja verktakanna

Víða um land eru sveitarfélög í erfiðleikum með hina "áköfu" verktaka.  Verktakarnir beita ýmsum ráðum til að komast yfir eignir á "reitum".  Þeir leggja afar oft til að byggt sé hærra en íbúar í nágrenninu kæra sig um.  Þeir hafa lóðir í heilu hverfunum svo litlar að ómögulegt er að hafa á þeim tré og þeir hafa heilu hverfin í nauðalíkum parhúsum.  Allt þetta þó nóg sé af byggingasvæði í landinu.  Ekkert er heillagt og markmiðið er aðeins eitt...að græða sem mest á hverjum fermetra.

Fátt er svo með öllu illt þegar kemur að samdrætti sem er víða á landsbyggðinni.  Þar hafa verktakar ekki neina löngun til að byggja og þar fá götumyndir og saga að vera í friði.

Eg segi því: Gott hjá Húsfriðunarnefnd og gott fyrir gömlu Reykjavík.


mbl.is SUS: Laugavegshúsin verði ekki friðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran og Davíð

Ég hef reynt að fylgjast með umræðunni um að taka upp evru í stað íslensku krónunnar.  Nú verð ég að viðurkenna að ég er orðinn nokkuð ruglaður hvað þetta varðar og erfitt að henda reiður á hvað sé nú rétt og hvað ekki.  Heyrði t.d um daginn það álit sérfræðings að Íslendingar væru orðnir svo skuldugir að ekki væri hægt að taka upp evruna.  Er það rétt eða rangt ?

Hitt virðast allir skyndilega nú vera sammála um að hávaxtastefna Seðlabankans sé ekki að virka.  Keppast nú allir að gagnrýna bankann eða öllu heldur Davíð Oddsson.   Enginn gagnrýnir hinsvegar lengur þenslustefnu ríkisvaldsins undanfarin ár.  Svo það er endanlega Davíð sem liggur í því hvoru megin sem hann starfar....og á þá Davíð bæði að hafa skapað aukna verðbólgu og háa vexti.


Hugumstóru hetjurnar okkar

Undirstöðum samfélagsins er haldið uppi af hugumstórum hetjum ár eftir ár.

  • Leikskólar:  Vantar fagmenntað fólk í miklum mæli. Talað um að víðast hvar sé aðeins einn þriðji starfsfólksins með fagmenntun.  Og ekki bara það, heldur gengur víða afar erfiðlega að manna leikskóla með ófagmenntuðu fólki.  Álagið sem verður á leikskólunum í kjölfarið eykst stöðugt á þá sem þar starfa enn.  Hvar væri samfélagið á þessara stofnanna ?
  • Grunnskólar: Í marga áratugi hefur vantað kennara til starfa.  Viða á landsbyggðinni hefur hlutfall fagmenntaðra verið milli 50 - 70 % og sérstakar undanþágur hefur þurft í hundruða tali svo hægt sé að halda uppi kennslu.  Nú er ljóst að  í höfuðborgina sjálfri vantar þetta eftirsótta vinnuafl.  Hvar væri samfélagið án þessara stofnanna?
  • Lögreglan:  Lögreglumenn eru nú að yfirgefa störfin sín í meiri mæli en áður.  Milil reynsla og þjálfun hverfur í hvert sinn sem slíkt gerist.  Aðstæður lögreglumanna og álag er eitthvað sem orðið er fyrir suma ekki þess vert að vinna við.  Hvar væri samfélagið án þessara stofnanna ?
  • Hjúkrunarfræðingar:  Verulegur skortur hefur verið á hjúkrunarfræðingum mörg undanfarin ár. Sumarlokanir á deildum eru staðreynd.   Hjúkrunarfræðingar þurfa að vinna mikla aukavinnu, og afsala sér frívöktum og sumarfríum. Hvar væri samfélagið á þessara stofnanna ?

Það sem þessi störf eiga sameiginlegt að ekki er hægt að manna þau með "nýbúum" eða erlendu vinnuafli.  Íslendingar  hafa unnið þessi launarýru störf oft af mikilli hugsjón.  Þeir sem enn eru að störfum í þessum stofnunum halda uppi samfélaginu.  Hugumstrórt fólk sem enn heldur áfram.


Ekki verið að kjósa um Islam

Það er ekki allskostar rétt að barátta í núverandi kosningum standi á milli þess veraldlega og Islam.  Sá flokkur sem nú fer með völd er hægrisinnaður og aðhyllist hófsama Islamska stefnu.  Ástæða þess að hann er svona vinsæll er fyrst og fremst því að þakka að gamli valdaflokkurinn var orðinn (og er hugsanlega) mjög spilltur.

Núverandi hófasami Islamflokkurinn hefur leitt gríðarlegar þjóðfélagslegar umbætur í Tyrklandi síðustu ár.  Hagvöxtur hefur ekki farið undir 7 % í hans valdatíð og verðbólga hefur minnkað verulega.   Erlend fjárfesting hefur stóraukist og almenn lífskjör batnað.  Árið 2005 voru samþykkt lög um réttindi kvenna þar sem þau voru stóraukin og viðurkennd samkvæmt tyrkneskum lögum.  Ofangreint sýnir að þessi flokkur er ekki að leiða þjóðina inn í trúarlegt samfélag.

Um 50 % Tyrkja eru ekkert eða lítið trúaðir samt kjósa þeir þennan flokk og þennan ágæta forsætisráðherra.


mbl.is Talning atkvæða hafin í Tyrklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landið fýkur burt

Í norðan strekkingnum í dag sést vel hvernig moldin af sunnanverðu hálendinu fýkur burt.  Brúnleitt mystur er í loftinu; dekkst nyrst og lýsist svo upp á leiðinni  yfir Suðurlandsundirlendið til sjávar.  Þá sést líka hvernig fýkur af Ingólfsfjallinu; þar skefur ofan af því ljósbrún moldin.

Eflaust er þetta ekki neitt smá magn, sem fýkur svona á haf út.  Sorglegt að horfa uppá þetta, því í raun fýkur landið burt og skilur eftir sig moldarlaus svæði og algjörlega gróðursnauð.


Miðjan var kosin niður

Í kosningunum var miðja íslenskra stjórnmála kosin niður.  Þeir flokkar sem hafa verið inni á miðju stjórnmála; Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin töpuðu fylgi. Flokkarnir sem eru lengst til hægri og vistri unnu fylgi. Fylgið leitaði frá miðjunni í þessum kosningum.

Ef ný stjórn á að endurspegla það ætti stjórn Vistri grænna og Sjálfstæðisflokks ekki að vera kostur heldur stjórn sem teigir sig í aðra hvora áttina þá með aðeins annanhvorn flokkinn innaborðs.

Ef það verður stjórn til hægri með Sjálfstæðisflokknum ætti hann að leiða hana og ef það er stjórn til vinstir með Vistri grænum ættu þeir að leiða hana.  Aðrir flokkar ættu ekki leiða ríkisstjórn.


mbl.is Biðstaða í viðræðum stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins

Kosningabaráttan er alltaf að verða meira og meira spennandi.  Nú vantar t.d Sjálfstæðisflokkinn aðeins örfá prósentustig til viðbótar til að ná hreinum meirihluta.   Það væru sannarlega mikil tíðindi og myndi allavega ekki kalla á stjórnarkreppu.  Flottir á uppleið Happy

Framsóknarflokkurinn er við það að þurkast út á höfuðborgarsvæðinu og verða landsbyggðarflokkur.  Talsvert fréttnæmt það og þar á bæ segja flokksmenn að þeir fari alls ekki í stjórn með örfáa þingmenn.  Taparar Frown

Frjálslyndiflokkurinn er inni og úti til skiptis í öllum könnunum og kýs að hafa allar auglýsingar með sem mest af texta og helst ekkert af myndum.  Afar áhugaverð kosningarherferð á 21. öldinni. Taparar Frown

Íslandshreyfingin er með langflottustu heimasíðuna ....og Ómar.  Allavega ekki mikið meir. Taparar Frown

Vistri græn hafa náð miklu meira fylgi til sín hlutfallslega en nokkur annar flokkur.  Fullt af fólki sem aldrei bjóst við að fara á þing er farið að velta fyrir sér að segja upp núverandi vinnu.  Flottir á uppleið Happy

Blessuð Samfylgingin er á uppleið er tapar samt miklu frá síðustu kosningum.  Flokkurinn er samt með eitt besta forsætisráðherraefnið.  Taparar Frown


Forsetinn hefur vinnu

Það er svo skrýtið að þegar maður les um að forsetinn sé þreyttur, þá vaknar maður upp við þá furðulegu staðreynd að þetta er vinnandi maður.

Einhvern veginn sér maður ekki forsetann fyrir sér á kafi í vinnu.  En trúlega er hann það og að ég best veit er forsætisiembættið fáliðað.

Kannski er þetta þörf áminning á að skoða vinnuskilyrði þjóðhöfðingja okkar.


mbl.is Forsetinn við góða heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er þá eins og flestir...

Ég verð að segja að mér stórlétti þegar ég sat og horfið á sjónvarpfréttir á Rúv nú í kvöld.  Þar var birt niðurstaða úr könnun þar sem afstaða fólks til þess að takmarka aðflutt vinnuafl til landsins hafði verið skoðuð.   Samkvæmt fréttinni telja um 60% Íslendinga rétt að takmarka eitthvað streymi innflytjenda.  Úff  mikið var ég feginn að sjá þessar niðurstöður !

Ástæðan er sú að ég hef verið að fylgjast með pólitískum umræðum í sjónvarpi og blöðum og þar hafa allir frambjóðendur í Sjáfstæðisflokki, Framskóknarflokki, Samfylkingu og Vinstri grænum  verið 100 % sammála um að vera á móti afstöðu Frjálslyndaflokksins í þessum málum.  Þar sem mér hefur fundist innflytendaumræða Frjálslyndaflokksins mikilvæg og góð hefur mér liðið eins og dæmdum rasista undir viðbrögðum hinna flokkanna.  Vart þorað að minnast á við mína nánustu að mér finnist ekki skyndilegur fjöldi innflytenda vandamálalaus.  Heldur þvert á móti þá hafi ég bara talsverðar áhyggjur af þessari skyndilegri og stjórnlausu þróun.

En nú er semsagt bara komið í ljós að 60 % Íslendinga eru bara á svipaðri skoðun og ekki bara það heldur er meirihluti fólks í öllum flokkum nema Samfylkingu á þessari skoðun.   Um 70 % framsóknarmanna eru á þessari skoðun, svo dæmi sé nefnt.

Ég er þá eins og flestir aðir Íslendingar hvað þetta varðar þegar allt kemur til alls.


Opið prófkjör Samfylkingarinnar

Ragheiður Hergeirsdóttir

Jæja nú líður að opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.  Held að það sé best að ég drífi mig og noti þetta tækifæri til að hafa áhrif.   Ég hef nú aðeins verið að skoða þá kandidata sem áhuga hafa á að vera í framvarðarsveit flokksins á Suðurlandi.  Ég held að ég munu raða efstu mönnum eitthvað á þessa leið:

1. Björgvin
2. Ragnheiður
3. Unnar
4. Gylfi
5. Horfirðingurinn

Meira hef ég ekki ákveðið.  Veit ekkert um þennan Hornfirðing en ég átti um tíma nokkra góða vini þaðan svo ég geri ráð fyrir að þessi maður sé þræl fínn.

Það verður sjónarsviptir af Margréti Frímanns, en Ragnheiður er eina konan í framboðinu sem getur fyllt hennar sæti að hluta. Heimasíða Ragneiðar.

Lúðvík vil ég ekki sjá meira á þingi, en hef fulla trú á að Björgvin sé innrættur með gott hjartalag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband