Leita í fréttum mbl.is

Áfram Össur

Ég er ánægður með Össur.  Hann heldur sínu striki og virðist hafa mikið að gera.  Hef trú á að hann komi okkur alla leið í Evrópusambandið.  Áfram Össur.


mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðum komið ár - og litlu nær

Nú er næstum því komið ár síðan bankakerfið íslenska hrundi.  Hafi maður kviðið þessu komandi ári eftir hrunið í fyrra...já þá er það skyndilega bara að verða liðið.   Og sannarlega hefur það verið erfitt fyrir fjölda fólks.

Allt þetta ár hefur hinsvegar verið afar erfitt að átta sig á hvað er rétt og hvað er rangt í mati fólks á stöðunni og spár fram í tímann hafa verið misvísandi.  Þetta birtist manni þrátt fyrir að gríðarleg vinna hafi farið fram á því að greina stöðu banka, meta horfur og efnahagsvanda.  Svo fór allt sumarið í að ræða og greina Icesave stöðuna.

Það er í raun skrýtið að eftir ár...er maður litlu nær eftir alla þessa vinnu og umræðu.


Byggingarverktaki óskast í Búðardal

Á gullaldarárum verktaka náðu þeir að byggja svo mikið af húsnæði að núna standa einhver þúsund íbúða tilbúinnar og  tómar og annaðeins er óklárað.   Verktakarnir höfðu að sjálfsögðu mestan áhuga á svæðum þar sem þennsla var og uppgangur í atvinnulífi.

Í Búðardal var lítið byggt af húsum á þessu tímabili en nokkuð þó.  Fólk fluttist í þau strax og nú í kreppunni hefur atvinnuleysið ekki náð til Dala og því enginn að flytjast burtu vegna þess.  Þvert á móti hefur verið nokkur aukin ásókn í að komast í húsnæði í Búðardal. 

Húsnæðisskorturinn er því allverulegur í Búðardal og nágrenni.  Leiga á minni íbúðum fer yfir 100.000 kr og afarlítið af húsnæði í byggingu og ekkert til sölu.

Hefur ekki einhver byggingarverktaki áhuga á því að byggja hús í Búðardal ? 


Fyrstu næturgestirnir

Nú í dag koma Birna Björt og Gulla tengdamamma í heimsókn í Búðardal og ætla að vera eitthvað hjá okkur í vikunni.  Gestirnir verða að gera sér að góðu að gista innan um kassa.

Á laugardag kom hvolpurinn Erpur til okkar frá Selfossi.  Honum er reyndar lítið svefnsamt og hefur haldið okkur sæmilega óúthvíldum undanfarnar nætur.


Töskubúskapur

Við erum búin að flytja búslóðina vestur í Búðardal.  Hinsvegar erum við ekki farin að vera í húsinu ennþá og höfumst við á Brunná.  Þannig má segja að við séum næstum með allt í töskum eða kössum þessa dagana.  En þessu fyrirkomulagi mun að öllum líkindum ljúka á morgun.

Fyrirmyndarbörn

Mikið var þægilegt að koma á Víðivellina eftir viðstöðulausan akstur úr Dölum.   Á móti manni var tekið með rjúkandi heimagerðri pissu.  Eldri börnin eru að standa að búskap sínum á Selfossi með myndarbrag.

 


Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Sept. 2009
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband