Leita í fréttum mbl.is

Íslenska leiðin

"Á Íslandi eru hlutfallslega einn stærsti floti einkabíla í nokkru ríki og hátt hlutfall eyðslufrekra bíla. Ísland er með hæstu meðaltalslosun kotvísýrings nýskráðra bíla af öllum löndum á evrópska efnahagssvæðinu" Fréttablaðið 27. ágúst.

Verjum íslenska hugmyndafræði og íslenskan lífsstíl. Látum ekki blekkjast af straumum og stefnum í öðrum löndum.


Sólber og Ribsber

Núna í sumar er ég að rekast á það út um allt að sólberin koma mun betur út í ár en ribsberin. Þetta þykir mér skjóta skökku við í því kalda árferði sem ríkt hefur víðast hvar í sumar. Ribsberin ættu undir flestum kringumstæðum að vera harðgerðari.

Orðinn afi

AfastrákurÉg er orðinn afi.  Þessi merkisatburður gerðist þriðjudagskvöldið 16. ágúst, en þá kom í heiminn flottur strákur.  Ég sá hann fyrst um helgina.  Eftir nokkuð erfiða fæðingu heilsast öllum vel.  Læt fylgja tvær myafastrákur 2ndir, sem ég tók af honum í gær en.

Leikskólakennarar á leið í verkfall

Í upphafi ársins lýsti Haraldur formaður félags leikskólakennara stöðunni í eftirminnilegri grein en hann var þá deildarstjóri á leikskóla í Hafnarfirði. ,, Ég er 36 ára menntaður leikskólakennari í 100% starfi með þriggja ára háskólanám að baki og 12 ára starfsreynslu á leikskóla. Ég er deildarstjóri og ber ábyrgð á 23 börnum. Ég er yfirmaður annarra kennara á deildinni, ber ábyrgð á því að allir kennarar vinni gott starf og fari eftir Aðalnámskrá leikskóla og Skólanámskrá Hörðuvalla. Ég er líka hópstjóri 8 barna á deildinni og sé um að skipuleggja starfið fyrir þann hóp. Ég ber ábyrgð á lyfseðilskyldum lyfjum eins og rítalíni sem sum börn þurfa að taka. Ég þarf að búa til sérstaka matseðla, vigta allan mat og reikna út með flókinni reiknisformúlu svokallað phenamagn fyrir barn með sjaldgæfan efnaskiptagalla sem heitir PKU. Ég þarf að skrá það niður allan daginn og senda svo rétta tölu til foreldra. Ef ég geri mistök get ég átt þátt í því að barnið hljóti varanlegan heilaskaða. Ég sé að mestu leyti um tónlistarstarf deildarinnar. Ég fer vikulega á yngstu deildina og sé um tónlistarstarfið þar. Ég sé nær undantekningarlaust um sameiginlegan söngfund leikskólans. Svona gæti ég haldið lengi áfram. Ég fæ 5 klukkutíma á viku til að undirbúa allt starfið, eiga samtöl við foreldra, reyna að uppfæra heimasíðuna, kynna mér nýjar stefnur og strauma og margt fleira sem fellur undir starfssvið mitt. Fyrir þetta fæ ég útborgað rétt rúmlega 200 þúsund á mánuði. Ég er hæst launaðasti kennarinn á deildinni. Á launaseðli mínum um hver mánaðarmót stendur „Þú ert hálfviti, við berum enga virðingu fyrir þér“

Heitt elskuðu bláberin fá sitt

Á Súðavík er verið að undirbúa skemmtilega hátíð helgina 26.ágúst - 28. ágúst. Um er að ræða alþjóðlega bláberjahátíð hvorki meira né minna.  Er von á gestum um langan veg; til að mynda frá Ástralíu.  Dagskráin er metnaðarfull og mikið fagnaðarefni að okkar heittelskuðu bláberjum sé gerð svo góð skil.

Ekki er nú staðsettningin neitt slor því víða við Djúpið er svo mikið af aðalbláberjum að það er lyginni líkast. Þannig heldur móðir mín því stöðugt fram að á Snæfjallaströndinni séu bláberin á stærð við litlar appelsínur. Aðstandendur hátíðarinnar hafa sett saman frábæran vef; www.blaberjadagar.com , sem er skylda að skoða.

Þá er það gleðilegt að hinn  einstaki vefur www.berjavinir.com  hefur hafið fréttir af berjasprettu hér og þar um landið.


Er Maríuerlan hamingjusöm ?

Ef ég horfi á Maríuerlur verð ég glaður innra með mér. Það er eitthvað við þessa litlu spörfugla; hvernig þeir hreyfa sig, búa nálægt mannabústöðum og fl. sem gerir þá svo líflega.

Einhvernveginn dettur manni ekki annað í hug en að þessir fuglar séu afar hamingjusamir; síkátir og glaðir. Þannig virðist þessi smávera orka nær undantekningarlaust jákvætt á okkur mannfólkið.


Hafragil

Í meira en 40 ár hef ég ekið framhjá Hafragili á Svínadal. Undanfarin 20 ár hef ég haft áform um að skoða gilið, enda sögufrægt og fallegt að sjá. Það var svo á laugardaginn var sem ég lét verða af þessu.

Við Káta skoðuðum gilið og gengum inn í það neðanvert. Þetta er afar fallegt gil og leynir mjög á sér miðað við hvað maður sér frá veginum hinum megin ár.
Síðan gengum við með brúninni sunnanveðri nokkurn spöl en sáum fljótt að gilið snarbeygir til norðurs. Bæði var gilið óendanlegt að sjá og Káta farin að smala allstórt grösugt svæði að við ákváðum að fara ekki lengra. Við fórum því yfir gilið og lentum í góðu fjallagrasalandi norðanmegin.

Ég var auðvitað með grasapoka á mér.


Freyja komin út

Þá er nýja búnaðarblaðið hans nafna míns frá Ásgarði og fleiri komið út. Mér líst bara vel á þetta framtak hjá þeim. Í fyrsta blaðinu kennir margra grasa en greinin um geymslu á kartöflum höfðaði þó mest til mín.

Lítið endilega á blaðið : www.sjarminn.is/freyja/Freyja012011.pdf  


Öfgarnar finnast allstaðar er það ekki ?

Ég hugsa að Norðmönnum hafi ekki dottið í hug að mikil hætta fælist í öfgafullum hægrisinnuðum skoðunum. Eftir hryðuverkin sjá Norðmenn nú hlutina í öðru ljósi og kappkosta að mæta öfgaskoðunum með auknu lýðræði og opnu víðsýnu hugarfari. Það er því ekki órökrétt að fylgi við aukna alþjóðlega samvinnu aukist.

Hér á moggablogginu er nokkuð algengt, af þeim sem eru á móti ESB, að nota neikvæð og jafnvel særandi orð um það sem útlent er. Dregin er upp sú mynd að það sé ógn af erlendum áhrifum. Þeir sem aðhyllast ESB eru úthrópaðir og settir í flokk föðurlandssvikara. Það sem er íslenskt er álitið best.

Þannig umræða angar ekki af umburðarlyndi gagnvart fólki né víðsýnu hugarfari. Hún er einkennist af þjóðernisrembingi og niðrandi hugarfari. Ég hygg að slíkt hugarfar og orðræða njóti ekki vinsælda til lengdar í menntuðum lýðræðisþjóðfélögum og en síður eftir hægrisinnuð hryðuverk.


mbl.is Breivik hefur áhrif á skoðanir á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það elska allir Google

Það kemur ekki á óvart að margir skrái sig í Google+. Ég held að það geri fólk af ást á einfaldleika í hugbúnaði þess. Á hinsvegar von að flestir haldi sig við Facebook fyrst um sinn.
mbl.is Google+ vex á ógnarhraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Ágúst 2011
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband