Sunnudagur, 27. ágúst 2006
Gugga fertug
Í gær, þann 26. ágúst, varð Gugga fetug. Í því tilefni var haldið uppá afmælið með matarboði. Í matinn var hefðbundinn grillmatur. Sigga systir mætti en hún varð fertug 25.ágúst og því upplagt að halda uppá afmælið saman.
Gugga fékk margt góðra gjafa og var sungið fyrir hana á fjórum tungumálum; ensku, dönsku, portúgölsku og íslensku. Þær Gugga og Sigga bera sig vel þrátt fyrir árin fjörutíu eins og sjá má á myndunum.
Mánudagur, 21. ágúst 2006
Hizbollah...unnu þeir ekki bara ?
Nú er loksins komið vopnahlé milli Hizbollah og Ísraelsmanna. Þetta stríð náði eyrum mínum og augum mörgum sinnum meira en önnur undanfarin stríð, sem hægt hefur verið að fylgjast með í fjölmiðlum.
Eins og ég skildi það þá byrjuðu Ísraelsmenn að gera loftárásir á Líbanon til að draga úr herstyrki Hizbollah og koma í veg fyrir að þeir gætu skotið eldflaugum á Ísrael. Eftir um viku loftárásir réðust þeir með landher inn í landið; fyrst heyrði ég töluna 2.000 hermenn, svo 3.000 hermenn, svo 11.000 hermenn og að lokum voru allt að 30.000 hermenn frá Ísrael í stríði við Hizbollah skæruliða. Mér hefur og alltaf skilist að ísraelski herinn væri með þeim best búnu í heiminum.
En aldrei var talað um að meira en nokkuð hundruð Hizbollah skæruliðar væru í Líbanon að verjast öllum þessum velbúna og tæknivædda her. Og síðasta daginn fyrir vopnahlé skutu Hizbollah skæruliðarnir yfir 200 eldflaugum á Ísrael svona rétt til að sanna að óvininum hefði alls ekkert gengið að minnka hernaðarstyrk þeirra.
Ég hef fylgst með þessu alveg gáttaður og eftir því sem ég les blöðin betur sé ég að Ísraelsmenn eru líka gáttaðir. Töluvert eignatjón var í Ísrael, töluvert eignatjón í hernum og nokkrir tugir ísrelska hermanna létu lífið ásamt nokkrum tugum saklausra borgara. Ekkert í samanburði við það sem Líbanar máttu þola, samt örugglega miklu meiri skaði en Ísraelsmenn bjuggust við.
Svo kórónuðu Hizbollah skæruliðarnir þetta með því að að gefa fórnarlömbum stríðsins fullt af dollurum sem þeir veiddu uppúr ferðatöskum. Stór skilaboð um að þeir hafi aldrei verið sprækari og aldrei verið vinsælli. Það sama er ekki hægt að segja um Isrelsmenn. Ég get ekki betur séð en að Hizbollah hafi staðið af sér árásir Ísraelshers með frækilegri vörn; nokkuð hundruð á móti 30.000. Og sá óvinaherinn verði brátt farinn úr landi. Svo ég spyr vann þá ekki Hizbollah ?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. ágúst 2006
Fjölskylduferð 2006
Fjölskylda Lóa hefur undanfarin níu ár komið saman eina helgi á sumri og notið þess að vera saman. Upphaf þessa var að mamma (amma) Birna bauð allri fjölskyldunni til Grímseyjar 1996 á fimmtugsafmæli sínu. Næstu ár á eftir var farið árlega út í einhverjar eyjar en svo breyttist það þegar erfiðara og erfiðara var að komast út í eyði eyjar. Fjölskylduferðirnar áttu því 10 ára afmæli í ár.
Að þessu sinni var farið að Fljótstungu í Borgarfirði. Í stuttu máli var heppnin með okkur í flestu tilliti; gisting og aðstaða var með ágætum, veðrið hélst gott allan tímann og góð mæting var í ferðalagið.
Í raun hefst samveran ávallt á föstudagskvöldi þar sem snædd er súpa, svo var einnig nú. Á laugardagsmorgni fóru þeir sem vildu í hellaskoðun með fararstjórn (Víðigemlir). Það var mjög eftirminnanlegt og eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi. Eftir hádegið var síðan farin hringur; farið í sund, snætt nesti og helstu sögu- og náttúperlur skoðaðar í rólegheitunum. Grillað var um kvöldið en 10 ára hefð er að fjölskyldumeðlimir borði mjög mikið af öllum tiltækum mat. Reyndar er það aðaláhyggjuefni allra sem að ferðinni koma að matur sé of lítill. Þessvegna koma allir með talsvert meira af mat til vara en reiknað er með að þurfi. Að lokum er svo spilað fram eftir nóttu.
Sunnudagurinn er svo notaður til heimferðar og var að þessu sinni komið við á Búvélasafninu á Hvanneyri.
Hér eru myndirnar úr ferðalaginu, þ.e þær sem ég tók með hjálp Birnu og Guggu.
http://loi.blog.is/album/Fjolskylduferd2006/
Sunnudagur, 13. ágúst 2006
Lopapeysan hans Rikka
Dægurmál | Breytt 17.8.2006 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. ágúst 2006
Afmælið hans Rikka
Rikki átti afmæli 22. júlí og var haldið uppá það 20. júlí. Afmælið fór næstum allt fram undir berum himni, í bliðskapar veðri og íslenskri hitabylgju. Lítið endilega á myndirnar úr afmælinu á slóðinni hér fyrir neðan.
http://loi.blog.is/album/AfmaeliRikka/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. ágúst 2006
Birna, Rikki og humarinn.
Það verður að viðurkennast að ég hef verið nokkuð bloggslappur undanfarið þótt næg hafi verið tilefnin. T.d kom Birna, heimasætan á bænum, aftur heim um síðustu helgi eftir hálft ár sem skiptinemi í Brasilíu. Hún er svo sannarlega reynslunni ríkari og lukkuleg með dvölina. Hún hélt úti ágætri bloggsíðu á meðan á þessu stóð og fékk hvorki meira né minna en um 3000 heimsóknir á hana. Hægt er að komast á síðuna hennar hér við hliðina.
Svo er Rikki nýbúinn að eiga afmæli og það var alveg meiriháttar veður á meðan á því stóð. Grillaðar pulsur og ég veit ekki hvað. Trampólínið í garðinum var nýkomið upp og var vinsælt. Allir enduðu síðan í vatnsslag og var það langvinsælasti leikur afmælisins.
Þá var héldum við heilmikla humarveislu á Víðivöllunum síðasta sunnudag til að fagna komu Birnu og kveðja systir Guggu og fjölskyldu sem var að fara aftur heim til Danmerkur. Alls grilluðum við og steiktum 200 humra. Það verður nú að þakka sjómanni fjölskyldunnar (Kristleifi Inga) fyrir humarinn en hann gaf okkur hann fyrir viku síðan. Það gekk nú nokkuð af þessu þrátt fyrir að ég og tengdamamma höfum lagt okkur verulega fram.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar