Leita í fréttum mbl.is

Sólberin á góðu róli

Sólberjasprettan í garði mínum virðist vera á góðu róli en ég á erfitt með að tímasetja hvenær þau verða tilbúin. Mér sýnist ég fá ógurlega mikið af stikilsberjum - meira en nokkurntíman áður. Hinsvegar blómstraði Yllirinn seitt og ég vænti ekki margra berja af honum í haust.

Berjavertíðin að hefjast

Í Vopnafirði rákumst við á ansi ætileg og glæsileg krækiber. Fundum þau einnig stór og svört í Borgarfirði eystri. Svo þar hófs berjaátið þetta árið. Á vefsíðunni Berjavinir.com er ekkert lífsmark lengur að sjá. Því miður. En þar er að finna all merkilega samantekt á innfluttningi á bláberjum, sem ég læt fylgja hér með í upphafi berjavertíðar.

Athyglisvert er að skoða hversu mikið af bláberjum er flutt inn til Íslands. Árið 2009 var flutt inn til landsins,  86407 kíló (86 tonn) af bláberjum. Það vekur einnig athygli okkar að yfir 60 tonn af þessu magni streymir til landsins á aðal berjatímanum þ.e. frá júní fram í september. Þar af um 38 tonn í júlí og ágúst. Fyrir þetta magn greiða innflytjendur yfir 122 miljónir (CIF). Reikna má með að neytendur greiði allt að fjórfalda þessa upphæð. Á sama tíma fara okkar eigin ber til spillis en talið er að eingöngu 3% af villtum berjum í íslenskri náttúru séu tínd. Er ekki kominn tími til að taka höndum saman, nýta berin okkar og spara þannig stórar upphæðir?


Hringnum lokað

Þar kom að því að ég gat lokað hringnum. Í fimm daga ferðalagi komst ég loks í Þistilfjörð, Langanes, Bakkaflóa, Vopnafjörð, neðsta hluta Héraðs og á Borgarfjörð eystri. Gaman að koma svona á nýja staði. Nú er bara eitt þorp á landinu sem ég á eftir að heimsækja; Hrísey. (Og Mjóifjörður ef það telst vera þorp þar).

Inghóll

Gugga og Lói 1984

Gamli Inghóll var skemmtistaður níunda áratugarins á Selfossi.   Þessi ágæta mynd er tekin þar á tvítugsafmælinu mínu. Miðað við hvað erfitt var á þessum tíma að fá afrit af myndum er ég drullufegin að eiga eintak af þessari - því myndin er alveg yndisleg.

Ég man alls ekki hver tók myndavélina með ... En með á þessu djammi var Fríða systir Guggu með Þórhildi tengdamömmu sinni og Gulla tengdamamma mín fylgdi dóttur sinni.  

Já já þá fóru sko tengdamömmurnar með á djammið !


Vinkonur

Sigga stúdent með FelluÞessar tvær stúdínur er flottar saman.  Myndin er tekin á Hrísateignum á útskriftardeginum þeirra. Gæti ekki passað að það sé árið 1986 ?

Fatnaðurinn er nánast eins; glansandi blússa með kragan útyfir jakkann og ermarnar brettar upp á jakkann, þó í mismunandi litum.  Hrágreiðslan er einnig mjög lík; blásið og skipt fyrir miðju og svo húfunar eins.  

Gæti hvarflað að einhverjum að þetta væru óaðskiljanlegar vinkonur eða systur jafnvel.


Dalamenn gjalda fyrir niðurskurð Ögmundar

Við Dalamenn verðum að búa við að hafa lögreglustöð án lögreglu. Um síðustu áramót var staða lögreglumannsins hér lögð niður þrátt fyrir kröftug mótmæli heimamanna.

Það leið því ósköp langur tími þangað til lögregla kom á staðinn eftir þessa heiftalegu árás og hóf leit að árásarmanninum. Hann hafði allan heimsins tíma til að koma sér undan og láta sig hverfa.

Öryggistilfinningin er sannarlega ekki eins og hún var hér í Dölum.

Dalamenn gjalda fyrir með ömurlegum atburðum.


mbl.is Árásarmaðurinn í Samkaupum ófundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blómin fríð

Við Rikki löbbuðum á Hest í Hörðudal í dag. Veðrið var gott og gangan falleg. Það sem vekur athygli er hvernig blómin eru að blandast í blómgun sinni þetta árið.

Þetta langa kalda vor og sumarbyrjun hefur seinkað svo blómgun margra plantna. Þær eru nú að blómgast ásamt plöntum sem eiga blómgunartíma núna. Eiginlega er allt fullt af blómum og blandan er sérstæð.


Útskrift Helgu

Helga student

Hér kemur mynd sem tekin er á stofu á Akureyri í tilefni þess að Helga lauk stúdentsprófi (samt er Sólveig höfð á miðri myndinni).  Hátíð hjá fjölskyldunni og allir mættu í myndatökuna.  Reyndar vantar á myndina mig og mína fjölskyldu - man nú ekki hversvegna það var.  

En það sem er sérstakt við myndina eru tengdasynirnir þrír.  Þeir eru allir fyrrverandi og  hafa sennilega ekki myndast fyrr né síðar svona saman.  Einstök mynd.


80´s hvað ?

Systur mínarEkki veit ég nákvæmlega hvenær þessi mynd er tekin,við hvaða tækifæri né hver tók hana af systrum mínum.  En góð er hún og minnir vel á 80´s stílinn.  Ég giska á að myndin sé tekin árið 1988.  

Veit ekki einhver betur ?


Gamlar myndir

Gugga og Gulla

Þegar ég útskrifaðist úr MPA náminu mínu fékk ég í útskriftargjöf; splunkunýjan og fullkominn ljósmyndaskanna.   Nú er ég byrjaður að safna saman gömlu fjölskyldumyndum til skönnunar. Ætlunin er að breyta í rafrænt form öllu, sem tekið hefur verið á myndavél í gegnum tíðina, af stórfjölskyldunni.

Hér læt ég fylgja gamla mynd, sem líklega er tekin 1986, en þó er ég ekki viss. Myndir er af Guggu og Gullu með kálfi nokkrum í Ártúnum.   Amma Silla tók myndina (held ég).


Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júlí 2011
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband