Miðvikudagur, 29. júlí 2009
Birna Björt tvítug
Í gær þann 28.júlí varð Birna Björt tvítug. Af því tilefni var fjölskyldum og vinum boðið í veislu. Litla húsið á Víðivöllum 14 fylltist tvívegis í gær.
Það er skrýtið að hugsa til þess að nú er liðin 20 ár síðan fyrsta barn okkar Guggu kom í heiminn.
Hér er svo mynd frá því í gær af Birnu og Bjarna (kærastanum hennar).
Mánudagur, 27. júlí 2009
Gott mál
![]() |
ESB-umsókninni vísað áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Myndir frá Látrabjargi komnar inn
Þriðjudagur, 21. júlí 2009
Ferðamenn flykkjast í Dalina
Svo er að sjá sem aldrei hafi verið meiri ferðamannastraumur í Dalina en í sumar. Öll tjaldstæði eru meira eða minna full og stöðugur straumur ferðamanna út um allt. Íssalan (beint frá búi) hjá Togga og Helgu á Erpsstöðum hefur farið langt fram úr vonum og hér má lesa frétt frá Dóru á Skriðulandi. http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item288979/
Föstudagur, 17. júlí 2009
Á maður að skilja þetta ?
![]() |
Skilanefndir eignast tvo banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. júlí 2009
Búinn !
Komið ný skolplögn og líka ný vatnslögn. Mölin á planið var hinsvegar ekki til svo eitthvað þarf að bíð eftir að bílaplanið verði áferðafallegt á ný. Þá er það bara lokahnikkurinn. Bara bílskúrinn eftir ómálaður.
Nýr fjölskyldumeðlimur kominn á heimilið. Átta vikna gamal hvolpur frá Erpsstöðum. Hann heitir náttúrulega Erpur. Svaka krútt en líka svaka erfiður. Mætti sofa meira mín vegna.
Fimmtudagur, 9. júlí 2009
Viðhaldið
Þessa daganna er verið að mála húsið að utan. Tekur tíma sinn, en ekki svo leiðinlegt í góðu veðri. Þessu fylgja sprunguviðgerðir á bílskúrnum.
Svo á þriðjudaginn kemur verður hafist handa við að skipta út skolplögn...(bja)
Laugardagur, 4. júlí 2009
Frábær mynd hjá Rikka
Í ferðinni fyrir norðan var Rikki með myndavél (þegar hann mundi eftir henni). Og eins og fyrri daginn þá nær hann dularfullt oft frábærum myndum. Þessa mynd tekur hann af frænku sinni inni í dimmum göngum Glaumbæjar (torfbær)... og hittir svona rosalega á réttan fókus og svipbrigði.
Frænkan heitir Guðrún Eva og birtist þarna í myrkrinu eins og bjartur bæjarálfur.
Föstudagur, 3. júlí 2009
Hin banvæna króna
Það er öllum ráðum beitt til þess að fá Íslendinga til að nota krónuna. Gjaldeyrishöft, neyðarlög og sérstakt eftirlit. Samt reyna allir sem þurfa að stunda viðskipti með gjaldeyri að komast hjá því að nota þennan banvæna gjaldmiðil. Semsagt krónan er stöðugt notuð minna og minna þrátt fyrir stöðugan þrýsting um hið gagnstæða.
Talandi dæmi um hvernig höft búa til ný og ný vandamál...
![]() |
Gjaldeyri ekki skipt í krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar