Fimmtudagur, 28. júní 2007
Marmaris á morgun
Þá er komið að því. Fjölskyldan á Víðivöllum 14 heldur af stað í fyrramálið til Marmaris í Tyrklandi. Ferðalagið tekur um 11 tíma frá Selfossi. Við ferðumst á vegum Úrval Útsýnar og verðum á Forum Hotel - Residence, sem okkur virðist vera ágætist íbúðarhótel. Slóðin á hótelið hér. Nokkurn ugg hefur setta að okkur vegna hitabylgju sem gengið hefur yfir Tyrkland og víðar. En hún er nú í rénum og spáin gerir ráð fyrir max 31 gráðu alla næstu viku.
Undirbúningur hefur tekið allnokkurn tíma enda að mörgu að hyggja þegar 6 manna fjölskylda fer af stað. Hver og einn hefur sínar þarfir og væntingar. En nú er spennan að ná hámarki, búið að kaupa gríðarlegt magn af sólarvörn á ljóslitaða fjölsyldumeðlimi og síðustu flíkurnar að hverfa ofan í ferðatöskurnar.
Skil tölvuna eftir og reikna ekki með að blogga ytra. Sjáumst 13. júlí aftur.
Þriðjudagur, 26. júní 2007
Landið fýkur burt
Í norðan strekkingnum í dag sést vel hvernig moldin af sunnanverðu hálendinu fýkur burt. Brúnleitt mystur er í loftinu; dekkst nyrst og lýsist svo upp á leiðinni yfir Suðurlandsundirlendið til sjávar. Þá sést líka hvernig fýkur af Ingólfsfjallinu; þar skefur ofan af því ljósbrún moldin.
Eflaust er þetta ekki neitt smá magn, sem fýkur svona á haf út. Sorglegt að horfa uppá þetta, því í raun fýkur landið burt og skilur eftir sig moldarlaus svæði og algjörlega gróðursnauð.
Föstudagur, 22. júní 2007
Sumarfrí
Jæja þá styttist í sumarfríið. Hætti snemma í dag og ætla ekki að vera með fast viðveru næstu vikurnar. Á samt nokkur verkefni til dunda mér við á rigningadögum. Búinn að taka ákvörðun um að smíða sólpall í fríinu og hef þegar teiknað hann upp. Vonandi verður þetta eitthvað meira en teikning þegar sumarið er úti.
Nú styttist óðum í utanlandsferðina góðu með fjölskylduna til Marmaris í Tyrklandi. Ein vika nákvæmlega þar til farið verður.
Föstudagur, 22. júní 2007
Mikið gaman
Fórum fjögur úr fjölskyldunni á leikinn. Mátti engu muna að við yrðum að sætta okkur við sæti úti í horni svo mikil var ásóknin á leikinn.
Stemmingin var frábær og boltinn sem stelpurnar leika mjög fínn. Serbarnir voru ekki að spila illa og á köflum spiluðu þeir ágætlega saman en íslenska liðið var einfaldlega betra.
![]() |
Fimm marka sigur Íslands á Serbum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 18. júní 2007
Að nota prjóna
Sunnudagur, 17. júní 2007
Fréttir RÚV af bruna Bílsins
Sunnudagur, 17. júní 2007
Myndir af vettvangi
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. júní 2007
Verkstæðið hans Kela brann
"Eldur kviknaði í verkstæði í Gagnheiði á Selfossi á níunda tímanum í kvöld. Slökkvilið er nú á vettvangi og var að mestu búið að ráða niðurlögum eldsins um klukkan níu. Samkvæmt lögreglu eru gaskútar í húsinu og var óttast að þeir myndu springa. " (Af sudurland.is )
Fór á vettvang og sá að verkstæðið er illa leikið... þó ekki alónýtt. Skelfilegt áfall fyrir Kela og karlana í Bílnum.
Mánudagur, 11. júní 2007
Hálf hissa á að hann skuli vera á lífi
Enn einu sinni er Michael Moore á ferðinni að mynda skuggahliðar mannlífs í Bandaríkjunum. Það eru ófáar myndirnar og heimildaþættirnir sem maðurinn hefur framleitt og vakið athygli á ýmsu sem betur má fara. Stundum hefur hann hreyft við stórum og voldugum hópum, málsmetandi eintaklingum og ríkum og öflugum fyrirtækjum. Hann er áreiðanlega hataður af afar mörgum fyrrgreindra.
Maður er eiginlega hálf hissa á því að enginn skuli hafa kálað honum "óvart" á "slysalegan" hátt.
![]() |
Moore sakar Bandaríkjastjórn um áreitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. júní 2007
Kominn heim
Þá er ágætri utanför starfsmanna Vallaskóla til Leeds lokið. Helmingur hópsins kom heim í nótt en hinn hlutinn ákvað að framlengja ferðinni og vera yfir helgina.
Ferðin tókst í alla staði mjög vel og uppúr stendur hversu vel ensku skólarnir 9 tóku á móti okkar fólki. Hlýan og alúðin sem birtist okkur í heimsókninni var meiri en ég hef kynnst í mörgum sambærilegum skólaheimsóknum til annarra landa.
Aldrei að vita nema ég skelli nokkrum myndum á netið úr ferðinni. Allavega var mikið tekið af myndum.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar