Leita í fréttum mbl.is

17. júní og fleiri myndir frá Reykjanesgöngunni

Á 17. júní

Loksins tók ég mig til og kláraði að setja inn myndirnar úr gönguferðinni á Reykjanesi.  Til að sjá myndirnar smellið á "albúmin mín" undir Efni hér til hliðar og veljið þar albúmið Reykjarnesganga.  Myndatexti með myndunum segir hálfa ferðasöguna.

Svo voru teknar nokkrar myndir frá hátíðarhöldunum 17.júní á Selfossi.  Þær fylgja þessu bloggi hér fyrir neðan


Fleiri myndir

Bjórinn minn

Egils Premium
Egils Premium er bjórinn minn.  Þetta er nýleg tegund sem Ölgerð Egils Skallagrímssonar hóf framleiðslu á uppúr miðju síðasta ári.  Bjórinn er bragðmikill, gullinn úrvalsbjór með mýkt og góðri fyllingu.

Bruggarar hjá Egils hafa lagt sig fram við gerð bjórsins og er bruggunarferli Egils Premium lengra en annarra bjóra.  Bjórinn er tvímeskjaður og gerjunin hægari en við gerða annara bjóra fyrirtækisins. Auk hefðbundinna hráefna er notað  íslenskt bygg sem skilar sér í lagerbjór með sterkum karakter, mýkt í bragði og fyllingu.

Það eru bændur í Leirársveit sem rækta byggið sem er notað í Egils Premium. Ég mæli hiklaust með Egils Premium og Borgfiskum bændum.


Ganga með Hornstrandarförum

c_documents_and_settings_loi_desktop_gogn_myndirnar_minar_vori_06_100_1106.jpg

Við Gugga ákváðum að ganga með Hornstrandarförum og Ferðafélagi Íslands á Reykjarnesinu í gær.  Gangan hófst kl. 11.00 og var gengið með tveimur "köffum" til 17.00.  Gengið var frá Reykjanesvita í norður um strandlengjuna og misúfið hraun.  Þetta er nú fremur eyðilegt landslag ef satt skal segja en engu að síður um margt forvitnilegt t.d út frá jarðfræðilegu sjónarmiði. Veðrið var alveg þokkalegt; þurrt en lágskýjað og stutt í þokuna. 

Að göngu lokinni var farið í sund í Sandgerði(þar sem ég þurfti nú að gleyma sundskýlunni minni) og svo út að borða á matsölustað sem heitir Vitinn.  Að matnum loknum tók við samsöngur til kl. 11.00.  Þannig að við Gugga vorum nú ekki komin aftur heim fyrr eftir miðnættið.  

Þetta er í annað sinn sem ég fer í gönguferð með Horstrandarförunum og þessar ferðir eru vel skipulagðar hjá þeim og hin besta skemmtun.  Yfirleitt eru á bilinu 80 - 100 manns í hverri göngu. 

Hér að neðan má smella til að sjá myndir.


Fleiri myndir

Hvítasunnuhelgin

Ætlaði að vera búinn að segja ferðasöguna fyrir löngu.  En á föstudaginn fyrir Hvítasunnu fórum við vestur í Dali; ég Gugga, Rikki og Jana vinkona Rikka.  Veðrið á föstudagskvöldinu var afar fallegt og Dalirnir heilluðu. 

Laugardagurinn var notaður í að pikkast aðeins í garðinum hennar mömmu og svo fórum við í sund á Reykhólum og þaðan í kaffi á Reykjarbrautinni hjá Gústa og Herdísi.  Nauðsynlegt að fá svona af og til fréttir af mannlífinu í Reykhólasveitinni.  Svo enduðum við aftur í bláa húsinu á Brunná og grilluðum og fl.

Sjálfan Hvítasunnudaginn var lagt snemma að stað og ferðinni heitið í Vesturbyggð, nánar tiltekið í Örlygshöfnina, þar sem mamma og pabbi hafa fært búsetu sína.  Hvítasunnusteikin beið okkar þar og svo síðdegis skoðuðum við safnið sem mamma stýrir á Hjóti.  Eftir svartfuglsegg og einhverjar Arnfyrskar hveitibökur var svo haldið aftur heim í bláa húsið.

Mánudagurinn var notaður m.a í langa fjallgöngu.  Tiltekt  og síðan ekið heim á Selfoss.   Frábær ferðahelgi að baki með brúklegu veðri mestallan tímann.


Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júní 2006
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband