Leita í fréttum mbl.is

Blaut gönguferð

Skrapp í gönguferð með pabba og Hornstrendingaförum á Reykjarnesið á laugardaginn.  Genginn var skemmtilegur hringur frá Þorbirni til Eldvarpa og þaðan brauðstíginn með viðkomu hjá Tyrkjabyrgjunum. Endað niðri í Staðarhverfi (þar sem gólfvöllurinn er)  Allst tók gangan um 5 tíma. 

Eftir gönguna var farið í sund, gufu og heita potta. Þaðan svo í mat í Saltfiskhúsinu. Ljómandi alveg.

Veðrið var samt í aðalhlutverki.  Helli, helli rigning og rok....því tók ég því miður enga mynd.


Fráhvarfseinkenni

Líkamsrækt mín hefur fyrst og fremst byggst upp á tveimur þáttum; sundi og gönguferðum á Inglólfsfjall.  Ég hef gjarnan farið 3 í viku í sund og 1 sinni - 2 sinnum í viku á fjallið.

Nú er sundlaugin búin að vera lokuð í meira en viku og ekki ráðlagt að ganga á fjallið næstu misseri vegna hættu á grjóthruni.

Jú...ég hef sko fráhvarfseinkenni.


Rauði krossinn

Í öllum þeim hamagangi sem verið hefur í kjölfar stóra skjálftans er Rauði krossinn áberandi.  Það var alveg einstök tilfinning að vera í fjöldahjálparstöðinni frá opnun hennar og fylgjast með sjálfboðaliðunum týnast inn allt kvöldið. 

Í fyrstu var einungis um heimafólk að ræða.  Fólk sem hafði yfirgefið heimili sín og ástvini við erfiðar aðstæður til að hjálpa öðrum.  Siðar bættust við aðilar frá Reykjavík og þá léttist álagið mikið.

Það er aðdáunarvert að sjá þetta fólk að störfum og mikið er starf Rauða krossins mikilvægt og dýrmætt á tímum sem þessum.


Vonsvikinn veitandi - vanþakklátur neytandi

Jesús sagði við hann:" Maður nokkur gerði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum.  Er stundin kom að veislan skyldi vera sendi hann þjón sinn að segja þeim er boðnir voru: Komið, nú er allt tilbúið.  En þeir tóku allir að afsaka sig einum munni.  Hin fyrsti sagði við hann: Ég hef keypt akur og verð að fara og líta á hann.  Ég bið þig, haf mig afsakaðan.  Annar sagði: Ég hef keypt fimm tvenndir akneyta og er á förum að reyna þau.  Ég bið þig, haf mig afsakaðan.  Og enn annar sagði:  Konu hef ég eignast, ekki get ég komið.

Þjóninn kom og tjáði herra sínum þetta.  Þá reiddist húsbóndinn og sagði við þjón sinn:  Far þú fljótt út á stræti og götur borgarinnar og leið inn hingað fátæka, örkumla, blinda og halta. Og þjóninn sagði:  Herra, það er gert sem þú bauðst og enn er rúm.  Þá sagði húsbóndinn við þjóninn:  Far þú út um stíga og vegi og þrýstu á menn að koma inn svo að hús mitt fyllist.  Því ég segi ykkur að enginn þeirra sem fyrst voru boðnir mun smakka kvöldmáltíð mína."
(Lúkas 14. 16 - 24)


« Fyrri síða

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Júní 2008
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 206649

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband