Sunnudagur, 3. júní 2007
Leeds
Þá er komið að utanför kennara og starfsfólks Vallaskóla. Á morgun fer um 80 manna hópur til Leeds að skoða þar skóla og kynnast enska menntakerfinu. Hópurinn kemur svo til baka á föstudaginn kemur. Svona ferðir eru alltaf bæði skemmtilegar og gagnlegar.
Nú eru börnin mín orðin svo "sjálfbær" að það þarf aðeins lágmarks pössun á meðan skroppið er útfyrir landssteinanna. Svo ekki þarf að gera stór plön á þeim vígstöðvunum.
Best að halda áfram að pakka og undirbúa sig...
Laugardagur, 2. júní 2007
Og þrátt fyrir nútímatækni..
Það er ekki óalgengt að það sé greint frá einni og einni nýrri dýrategund, sem finnst á fáförnum slóðum t.d djúpt á hafsbotni. En ég varð steini lostinn þegar í ljós kom fyrir tveimur árum eða svo að fundist hefði eyja norður af Grænlandi, því maður hefði haldið að heilar eyjur færu ekki framhjá könnuðum með sína nútímatækni.
Nú finnst heill ættbálkur af fólki 2007. Þetta er eins og ævintýri. Hvað finnst næst...ný byggð neðansjávar eða ...
Þetta er skrýtin tilfinning að lesa svona frétt.
![]() |
Áður óþekktur indíánaþjóðflokkur kemur fram í Amazon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. júní 2007
Skólaslit yfirstaðin
Jæja þá er ég búinn að slíta skólanum. Skólaslitin voru fyrr í kvöld og gengu vel. Búið að útskrifa 100 nemendur úr 10.bekk. Þar með er 11. árinu mínu í skólastjórn að ljúka.
Í kvöld skyggði það ekki á gleðina að Keli fékk tvær viðurkenningar við útskriftina fyrir góðan námsárangur m.a viðurkenningu fyrir besta heildarárangur á grunnskólaprófi.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar