Föstudagur, 30. maí 2008
Sá stóri
Jæja ég sem hélt að ég væri alveg öruggur með að lenda ekki í stórum jarðskjálfta þegar ég flutti á Selfoss 2002. Nýbúinn stór Suðurlandsskjálfti.
En það kom ansi hressilegur skjálfti sem hafði mikinn eyðileggingarmátt. Hér á heimilinu splundruðust brothættir mundir út um allt hús. Eyðileggingin grúfði yfir öllu. Misstum mikið af leirtaui, myndum og styttum. Stórt safn af sérstkökum kristal sem Gugga var búin að safna síðan hún var 14 ára fór næstum allt. Einnig erfðarmatarstell...bara eftir 4 gripir. Hillur, borð, skápar og rafmangstæki skemmdust eða eyðulögðust. Húsið sjálft virðist vera furðu stekbyggt...en þetta er annar jarðskálftinn á 8 árum og það sér ekki á því....gæti reyndar komið eitthvað í ljós síðar.
En allir sluppu heilir í fjölskyldunni. Enginn inni í húsinu nema hin ítalska Lucia. Hún hafði auðvitað aldrei reynt annað eins en náði sér furðu fljótt. Rikki minn var að leik við aðra stráka heima hjá einum þeirra og varð upplifun hans erfið.
Búið að vera mikið um að vera í Vallaskóla, en skólinn hefur verið fjöldahjálparmiðstöð síðstu sólarhringa. Bæði skólahúsin stóðu skjálftan vel af sér.
Sunnudagur, 25. maí 2008
Ofneysla
Þegar við heyrum orðið "ofneysla" leiðum við helst hugan að því að einhver sé að nota fíkniefni úr hófi og skaði þannig heilsu sína.
Ofneysla í vestrænu samfélagi er í mínum huga ýmislegt meira. Ef ofneysla er "neysla í svo miklum mæli að hún skaðar heilsu fólks " þá er ljóst að hún er afar víða. Þetta á glögglega við um mat. T.d eiga margir í erfiðleikum með þyngd, því þeir borða of mikið og þá oftast af orkuríkum mat. Slík ofneysla er hættuleg eins og fíkinefnaneyslan.
En á þetta þá ekki einnig við um húsbúnað, hús, ferðalög og fl. og fl. ? Bara ekki eins auðvelt að benda beint á það né benda beint á heilsubrestinn. Sá sem velur að kaupa sér ýmiss þægindi sem verða til þess að hann hreyfir sig minna og minna endar með að skaða heilsu sína. Eða að fjárfest er í miklum eignum (bílum og húsnæði) og svo unnið myrkranna á milli til að borga upp kaupin. Hvorutveggja er ofneysla....eða minnsta kosti heilsuspillandi neysla.
Orðið langsótt kannski... en er ekki aukinn frítími sem fólk eignast einmitt mikið notaður í það að vinda ofan af svona neyslu... fara í líkamsræktarstöðvar, slökun, nudd og námskeið um heilsufæði ?
Sunnudagur, 18. maí 2008
Orðinn 44
Þá er maður orðinn 44 ára. Góður afmælisdagur í dag. Þakka öllum sem komu við á Víðivöllunum fyrir innlit, kökur og gjafir. Hlakka sérstaklega til að prófa þessa fjallagrasaspápu sem ég fékk.
Föstudagur, 16. maí 2008
Rosalega er umræðan að snúast
Fyrir áratug eða svo hefði ekki nokkur fjölmiðill birt frétt sem þessa. Enginn eftirspurn eða áhugi var á upplýsingum eða rannsóknum sem þessum.
Nú er öldin önnur. Svona upplýsingar og svona fréttir eru lesnar og settar í samhengi við líðandi stund. Rosalega hefur umræðan verið að snúast síðustu misseri. Sem betur fer :)
![]() |
Offita stuðlar að loftslagsbreytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 11. maí 2008
Mæðradagurinn
Móðir er kona sem á annasömum degi getur skrifað innkaupalista um leið og hún útskýrir ástæðurnar fyrir hundrað ára stríðinu, blandar græna málningu, finnur týnda ballettskóinn, þerrar hundinn nýkominn inn úr rigningunni, fylgist með kökum í ofninum og afgreiðir farandsölumann svona í leiðinni. Pam Brown.
Sunnudagur, 4. maí 2008
Hversvegna ?
"Maður er af konu fæddur, lifir fáa ævidaga, fulla af eirðarleysi. Hann vex eins og blóm og visnar, hverfur sem hvikull skuggi. Samt hefur þú á honum vakandi auga og kallar hann fyrir dóm þinn." (Jobsbók 14. 1-3)
Laugardagur, 3. maí 2008
Vorstilling
Nokkrir fjölskyldumeðlimir hafa verið með hálsbólgu, nefrennsli og hita með tilheyrandi óþægindum og slappleika. Ég er einn þeirra. Einn daginn er maður nokkuð góður en svo drulluslappur með hitavellu þann næsta. Svona hefur þetta rúllað í viku.
Það er eins og líkaminnn sé að stilla sig inn á breytt veðurfar og bjartari daga. Verð greinilega orðinn vel innstilltur á sumarið fljótlega.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 206649
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar