Leita í fréttum mbl.is

Áfram ÍBK

Þegar ég var lítill og var að alast upp í sveitinni vestur í Dölum var leikinn fótbolti öllum stundum þegar færi gafst.  Börn í sumardvöl og við heimabörnin gátum dundað við þetta í öllum veðrum.  Það var náttúrulega ekki hægt að halda með Ungmennafélaginu í fótboltanum því það tók ekki þátt í neinni keppni í fótbolta nema hérðasmóti.  Ekki veit ég afhverju ÍBK (Íþróttabandalag Keflavíkur) varð fyrir valinu, en frá því að ég var polli hélt ég með ÍBK.  Frændi minn sem var frá Akranesi hann var ÍA og þannig spiluðum við á móti hvorum öðrum; ég var ÍBK og hann var ÍA.

Ég hef haldið með ÍBK síðan, en aldrei farið á leik.  Á Siglufirði hélt maður náttúrulega með KS og nú með Umf. Selfoss...eins langt og það nær.

Ég er reyndar ekki viss um að ÍBK sé til lengur..en Keflavík með stóru K-i keppir alltaf í úrvalsdeild.

Áfram Keflavík.


Til hvers er pallurinn ?

Nú fyrir hádegið lét ég loksins verða af því að fjarlægja greinar og rusl úr garðinum.  Fyllti heila kerru og kom því á haugana.  Þar voru tveir stórir pallbílar af amerískri gerð.  Mér til mikillar furðu voru þeir báðir með kerrur undir ruslið.  Annar var með garðaúrgang en hinn með nokkra svarta poka.  Því spyr ég tilhvers notar fólkið pallinn ?

Hvítasunna

Í hvað notar fólk Hvítasunnuhelgina ?   Hjá minni fjölskyldu eru engar sérstakar hefðir með þessa hátíð; hvorki í mat né afþreyingu.  Einhvernveginn svo hefðalaus helgi miðað við önnur frí eins og jólafrí og páskafrí.   Hjá mér fer það  talsvert eftir veðri hvað maður tekur sér fyrir hendur.

Mikil spenna hjá júdobræðrum

Það var mikil spenna hjá þeim Kela og Stulla í gær en þá héldu þeir af landi brott á alþjóðegt júdomót í Lundi í Svíþjóð.  Þeir keppa í dag og verða svo í æfingabúðum fram á sunnudag.  Dagskráin er þétt þessa daga og m.a æfa þeir meira eða minna í 6 tíma á dag í þrjá daga.

Mótið heitir Bodu Nord 2007 og er árlegur viðburður í júdóheiminum. 


Miðjan var kosin niður

Í kosningunum var miðja íslenskra stjórnmála kosin niður.  Þeir flokkar sem hafa verið inni á miðju stjórnmála; Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin töpuðu fylgi. Flokkarnir sem eru lengst til hægri og vistri unnu fylgi. Fylgið leitaði frá miðjunni í þessum kosningum.

Ef ný stjórn á að endurspegla það ætti stjórn Vistri grænna og Sjálfstæðisflokks ekki að vera kostur heldur stjórn sem teigir sig í aðra hvora áttina þá með aðeins annanhvorn flokkinn innaborðs.

Ef það verður stjórn til hægri með Sjálfstæðisflokknum ætti hann að leiða hana og ef það er stjórn til vinstir með Vistri grænum ættu þeir að leiða hana.  Aðrir flokkar ættu ekki leiða ríkisstjórn.


mbl.is Biðstaða í viðræðum stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvugrafík

Í gærkveldi horfði maður fyrst á Júróvisionkeppninga og fylgdist með stigagjöfinni þar.  Grafísk framsetning var með því mótinu að nánast útilokað var að sjá á skjánum stöðuna á stigatöflunni.

Á kosningavöku Stöðvar 2 var eiginlega það sama uppi á teningnum; afar erfitt að sjá prósentutölur, þótt vel sæust súlurnar.  Á RÚV var þetta best.  Einnig mjög gott á mbl.is.

Fyrir nokkrum dögum sýndi RÚV frá fyrstu kosningavöku sinni.   Þar voru tölurnar handskrifaðar á pappaspjöld sem var smellt á stærri töflu, sem myndavélin tók mynd af.  Þótt gamaldags væri sýndist mér þó upplýsingarnar skila sér ágætlega.  Þetta leiðir hugann að því hvort tilraunir í grafískri framsetningu séu ekki í sumum tilvikum að missa algjörlega marks og betra sé að hafa þetta sem allra allra einfaldast.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Ég  fer að halda að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi orðið raunhæfa möguleika á því að verða fyrsti kvennforsætisráðherra landsins.   Hver reiknaði með því fyrir tveimur mánuðum ?

Ég hef sagt það áður og segi það enn að aðeins Ingbjörg Sólrún og Geir Harde eru forsætisráðherraleg í mínum augum....en hingað til hafði ég veðjað á Geir....nú er þetta fyrst að verða spennandi.


Markaðurinn

Íslendingar virðast vera ansi klárir kaupsýslumenn.  Það er varla hægt að opna blað án þess að rekast á fréttir af fjárfestingum, yfirtökutilboðum og hagnaði.   Varla ein einasta frétt um tap, gjaldþrot eða misheppnaðar fjárfestingar.  Allt virðist meira eða minna ganga fullkomlega upp hjá öllum Íslendingum sem standa í þessu í miklum mæli.

Þá fjölgar stöðugt þeim sviðum sem Íslendingar fara í "útrás" á.  Engin starfssemi virðist vera þannig að ekki megi "græða" og "fjárfesta" í henni erlendis.  Það er helst að bændur og sjómenn haldi að sér höndum.

Þessi þróun er auðvitað ævintýri líkust og hreint ekki slæmt að lifa hana.


Hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins

Kosningabaráttan er alltaf að verða meira og meira spennandi.  Nú vantar t.d Sjálfstæðisflokkinn aðeins örfá prósentustig til viðbótar til að ná hreinum meirihluta.   Það væru sannarlega mikil tíðindi og myndi allavega ekki kalla á stjórnarkreppu.  Flottir á uppleið Happy

Framsóknarflokkurinn er við það að þurkast út á höfuðborgarsvæðinu og verða landsbyggðarflokkur.  Talsvert fréttnæmt það og þar á bæ segja flokksmenn að þeir fari alls ekki í stjórn með örfáa þingmenn.  Taparar Frown

Frjálslyndiflokkurinn er inni og úti til skiptis í öllum könnunum og kýs að hafa allar auglýsingar með sem mest af texta og helst ekkert af myndum.  Afar áhugaverð kosningarherferð á 21. öldinni. Taparar Frown

Íslandshreyfingin er með langflottustu heimasíðuna ....og Ómar.  Allavega ekki mikið meir. Taparar Frown

Vistri græn hafa náð miklu meira fylgi til sín hlutfallslega en nokkur annar flokkur.  Fullt af fólki sem aldrei bjóst við að fara á þing er farið að velta fyrir sér að segja upp núverandi vinnu.  Flottir á uppleið Happy

Blessuð Samfylgingin er á uppleið er tapar samt miklu frá síðustu kosningum.  Flokkurinn er samt með eitt besta forsætisráðherraefnið.  Taparar Frown


Forsetinn hefur vinnu

Það er svo skrýtið að þegar maður les um að forsetinn sé þreyttur, þá vaknar maður upp við þá furðulegu staðreynd að þetta er vinnandi maður.

Einhvern veginn sér maður ekki forsetann fyrir sér á kafi í vinnu.  En trúlega er hann það og að ég best veit er forsætisiembættið fáliðað.

Kannski er þetta þörf áminning á að skoða vinnuskilyrði þjóðhöfðingja okkar.


mbl.is Forsetinn við góða heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Maí 2007
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband