Fimmtudagur, 8. apríl 2010
Að pakka faglega í ferðatöskuna
Nú þegar utanlandsferð stendur fyrir dyrum hjá stórfjölskyldunni er ekki slæmt að rekast á leiðbeiningar um hvernig gott er að pakka í tösku. Ég skoðaði þetta myndband og varð steinhissa. Maður kann greinilega ekkert að pakka ofan í töskur.
Lítið endilega á þetta: http://www.youtube.com/watch?v=ms991s18Mco
Vefurinn sem þessi ágæta kona heldur úti er reyndar stútfullur af allskyns ráðum og tékklistum. Sjá www.packitup.com
Miðvikudagur, 7. apríl 2010
Síðbúnar vetrarmyndir
Hef sett nokkrar síðbúnar vetramyndir inn á Flickr síðuna mína. Gegnum um daginn niður með Ljá og svo í framhaldinu í fjörunni. Aldrei þessu vant var ég með myndavélina en því miður þá varð hún rafmagnslaus þegar leið á gönguferðina.
Annars er hver dagurinn fallegri hér núna við Hvammsfjörðinn. Kvöldbirtan er alveg mögnuð hér við fjörðinn.
Myndir á Flickr: http://www.flickr.com/photos/guggaogloi/
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.4.2010 kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. apríl 2010
Páskabingó
Rikki og vinir hans; systkinin Matti og Sunna, ákváðu fyrir nokkrum vikum að stofna til Páskabingós fyrir fjölskyldur sínar. Bingóið skyldi haldið miðvikudaginn 31. mars. Í tvo daga stóð undirbúningurinn yfir. Krakkarnir byrjuðu á því að kaupa verðlaun; þ.e. páskaegg, nokkur stykki og ekki af smærri endanum). Til þess þurfti allnokkurt fé, sem þau höfðu safnað sér með margvíslegum hætti. Því næst var hafist handa við að skreyta stofuna heima hjá Rikka, þar sem bingóið skyldi haldið. Það tók margar margar klukkstundir, því þessu fylgdi heilmikið föndur og sköpunargleði. Það voru m.a. blásnir upp hanskar sem notaðir voru sem hænuhausar, perlað páskasraut og fl. og fl.
Þegar dagurinn rann upp var hafist handa við veitingarnar, en börnin bökuðu pitsur. Foreldrarnir (Gugga, Lói, Steina og Kalli) þurftu ekkert að gera annað en að setjast í sóffann og njóta kvöldsins. Eftir góðan málsverð hófst bingóið og var notast við "alvöru" bingóvél, sem krakkarnir höfðu útvegað sér. Spilaðar voru fjórar umferðir.
Áformin sem krakkarnir voru í upphafi með voru stór. Þau lögðu mikið á sig í langan tíma; söfnuðu fé, skreyttu fyrir kvöldið, elduðu mat og héldu bingó. Afraksturinn var yndislegt kvöld sem fjölskyldurnar tvær áttu saman. Þökk sé þeim Matta, Rikka og Sunnu.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 206646
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar