Leita í fréttum mbl.is

Predikarinn

Predikarinn í Biblíunni geymir góða speki.  Meðal annars þessa:

Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur af striti og eftirsókn eftir vindi.

Gefðu ekki heldur gaum öllum þeim orðum sem töluð eru, til þess að þú heyrir ekki þræl þinn bölva þér.

Og ég lofaði gleðina því ekkert betra er fyrir manninn undir sólinni en að eta drekka og vera glaður.


Nýkominn úr ófrjósemisaðgerð

DSCN1484Erpur þurfti vegna aðstæðna sinna og hegðunar að gangast undir ófrjósemisaðgerð í gær.   Aðgerðin var framkvæmd í næsta húsi af nágrönnum okkar, sem eru þaulvanir dýralæknar.  Eftir aðgerðina þarf Erpur að bera skerm á höfðinu svo hann betrumbæti ekki saumaskap læknana.  Þetta höfuðfat þarf hann að bera í 10 daga.

Erpur rekur þennan hvíta skerm stöðugt í allt sem á vegi hans verður og tekst næstum á loft í rokinu í Búðardal þegar hann snýr á móti vindinum.  Hann er bæði ósáttur og ringlaður yfir meðferðinni.

Líðan hans er annars bara eftir aðstæðum.  Hann er allavega hressari í dag en í gær.


Góð tíðindi

Það má hrósa fréttaveitunni www.tidindi.is  fyrir sinn fréttafluttning.  Þessi vefur varð til í kjölfar hrunsins og hefur aðeins eitt markmið...að flytja góðar og jákvæðar fréttir.  Það ættu allir að gera þessa síðu að upphafssíðu á sínum vafrara.

Það bætir geðheilsuna.


Blindir hægri menn

Breska dagblaðið Telegraph greinir frá skoðannakönnun sem gerð var í Bandaríkjunum á dögunum og hafa niðurstöður hennar vakið mikla athygli. 24 prósent þeirra sem kjósa repúblikanaflokkinn eru á því að Obama sé andkristur og 38 prósent flokksmanna telja að forsetinn sé að gera „svipaða hluti og Hitler" gerði á sínum tíma í Þriðja ríkinu.

Þá halda 67 prósent aðspurðra að Obama sé sósíalisti, 57 prósent að hann sé í raun og veru Múslimi á laun og 42 prósent segja að forsetinn sé hneigist til kynþáttahyggju. Þá eru 61 prósent aðspurðra vissir um að Obama vilji banna byssur alfarið.

Þá sögðust 22 prósent aðspurðra repúblikana vera vissir um að Obama vilji í raun að „hryðjuverkamennirnir fari með sigur af hólmi", eins og það er orðað.

Tekið af fréttavefnum www.visir.is þann 25.02.2010.


Skötuselslögin í þjóðaratkvæðagreiðslu !

Nú er upplagt að sýna hvað í okkur Íslendingum býr.  Fylgjum eftir mikilvægum skilaboðum sem við sendum umheiminum með síðustu þjóðaratkvæðisgreiðslu. 

Skorum á forseta vorn að hafna skötuselslögum.  Hér er nauðsyn að þjóðin fái síðasta orðið.


mbl.is Vilja að skötuselslög verði afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram eldgos

Ég varð heldur betur kátur þegar ég uppgvötvaði á aðfaranótt sunnudags að hafið væri eldgos í Eyjafjallajökli.  Ég var harðákveðinn í því að fara á sunnudeginum og sjá það með berum augum.  En því miður var gosið ekki í jöklinum sjálfum heldur lengst inn á fjöllum og á sunnudeginum sást ekki neitt vegna veðurskilyrða.

Ég hef eiginlega beðið í mörg ár eftir því að fá að sjá eldgos.  Ég bíð því spenntur eftir því hvort vel virði næstu helgi og vona að gosið verði þá enn á fullu og skyggni gott.

Áfram eldgos ..gjós gjós gjós.


Þá skal haldið suður

Núna um helgina verður haldið suður á Selfoss.  Langt síðan við vorum þar síðast.  Það hefur enn fækkað á Víðivöllunum; nú er Keli farinn norður að vinna í Héðinsfjarðargöngunum og verður þar sennilega út Maí. Birna og Stulli halda nú saman heimili.

Á sunnudag er svo stórfjölskyldan að hittast hjá mömmu.  Sólveig systir að koma frá Danmörku svo við verðum þarna öll systkinin.


Sennilega alveg rétt

Í vinnu minni í skólum tek ég eftir þessari sömu þróun.  Mjög margir fullorðnir handskrifa heldur aldrei nokkurn hlut nema nafnið sitt, utan á umslög og í jólakort - jafnvel árum saman.  Í skólum eru tölvur sífellt meira notaðar við glósur og svo framvegis.  Í dag er því næstum því óþarfi að kunna að skrifa...hvað þá vel.

Það að kunna að skrifa með penna og blýanti mun hverfa hægt og hljótt sem almenn kunnátta einfaldlega vegna þess að það verður óþarft.


mbl.is Rithöndin á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MPA síðan mín

Jæja loksins búinn að koma upp hjálparsíðu vegna rannsóknaverkefnis míns í MPA ritgerðinni minni. Slóðin hér.

Síðunni er ætlað að veita þeim aðilum, sem lenda í tölvupóstviðtölum,  helstu upplýsingar um viðfangsefnið.   Síðan má auðvitað bæta við niðurstöðum eftir því sem verkinu miðar fram.

Það er reyndar svolítið skrýtið hvað þarna inná officelive.com er að finna öflugt vefsíðuumhverfi sem kostar ekki neitt.  Slóðin er reyndar hræðileg...en þetta dugar í mörgum tilfellum bara vel.

 


Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Mars 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 206646

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband