Miðvikudagur, 9. mars 2011
Fallegur tímapunktur
Í dag var heiðríkja með 10 stiga frosti. Snjór er yfir öllu og þetta fyrsti dagurinn sem við fáum svona bjartan með snjóbreiðu.
Nú er líka sá árstími að sólin sest nákvæmlega í fjarðarmynninu um kl. 19.00. Þetta er fallegur tímapunktur því þá gyllist særinn allur út fjörðinn og afar fagurt er að horfa á þetta úr stofuglugganum mínum.
Svo gerist þetta ekki aftur fyrr en í september.
Sunnudagur, 6. mars 2011
Hvað er bóndi ?
Hvernig ætli skilgreiningin sé á hvað sé bóndi. Orðið bóndi færir manni upp mynd af sveitarbæ með búfénaði allt í kring; kindur, kýr og hestar. Kannski líka hænsni og hundur.
Hinsvegar er ljóst að í Bændasamtökum Íslands er aldeilis tegundafjöldinn mikill þegar kemur að starfsheitinu bóndi:
Félag eggjaframleiðanda
Félag ferðaþjónustubænda
Félag hrossabænda
Félag kjúklingabænda
Landssamband kartöflubænda
Landssamtök skógareigenda
Landssamband kúabænda
Landssamtök sauðfjárbænda
Landssamtök vistforeldra í sveitum
Samband garðyrkjubænda
Samband íslenskra loðdýrabænda
Svínaræktarfélag Íslands
Æðarræktarfélag Íslands
Félag gulrófnabænda
Geitfjárræktarfélag Íslands
Landssamband kanínubænda
Landssamband fóðurbænda
Landssamtök raforkubænda
Landssamband kornbænda
Samtök selabænda
Smalahundaræktarfélag Íslands
VOR-verndun og ræktun félag framleiðenda í lífrænum búskap
Föstudagur, 4. mars 2011
Lýbía og verðtryggingin
Nú eru menn í Lýbíu að skjóta hvern á annan og einnig á olíuútfluttningsleiðir. Olían snarhækkar og þar með eykst verðbólga á Íslandi.
Þetta hefur þau áhrif að húsnæðislánið mitt hækkar sennilega. Svona virkar nú íslenska krónan blessaða vel með systur sinni verðtryggingunni.
Svakalega er ég orðinn þreyttur á að borga fyrir séríslenskar snildarlausnir, sem enginn maður lætur sér detta í hug annarstaðar á jörðinni.
Miðvikudagur, 2. mars 2011
Ný heimasíða Auðarskóla
Í dag opnuðum við nýja heimasíðu fyrir Auðarskóla. Gamla síðan var undir dalir.is í vefstjórnarkerfi frá Nepal og þurftum við að borga fyrir kerfið, vistun og netföng. Við fengum okkur eigið lén sem er vistað hjá 1984. Vistunin er ódýr og fylgir ótakmarkaður fjöldi netfanga frítt með. Mæli eindregið með þessu gróna og farsæla vistunarfyrirtæki.
Upphaflega var hugmyndin að smíða vefsíðuna í Joomla en eftir nokkuð jaml og fuður gáfum við það uppá bátinn. Við tókum svo ákvörðun að gera vefsíðuna í Weebly umhverfinu en það er með öllu frítt kerfi og kostar vistun á síðunni heldur ekki neitt.
Hér er svo síðan www.audarskoli.is
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar