Fimmtudagur, 5. mars 2009
Fleiri vinir
Þetta eru skemmtilegar fréttir. Skyndilega eru komnir fram fleiri vinir í raun en Norðmenn og Færeyingar. Eiginlega kemur þetta manni á óvart hvað Manitoba gengur langt, því í Kanada hefur hingað til verið ströng löggjöf og ósveigjanleg varðandi ativnnuleyfi.
En þetta eru góðar fréttir og síður en svo of mikið af góðum vinaþjóðum um þessar mundir.
![]() |
Tímabundin atvinnuleyfi í Manitoba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Haframjölið hefur hrunið
Eftir hrunið í byrjun október kláraðist mest allt haframjöl úr búðarhillum og var svo í hálfan mánuð. Síðan hefur verið til nóg haframjöl. Hinsvegar finnst mér það skrýtið að aðeins fást litlar pakkningar, nær ómögulegt er að fá stærri pakka. Ég hélt að þetta væri í upphafi einhverskonar kreppu/gjaldeyrisvandamál hjá Bónus/Högum...en þetta virðist vera viðvarandi. Enn fást bara litlir pakkar.
Stórar haframjölspakkningar hrundu greinilega líka í hruninu.
Sunnudagur, 1. mars 2009
HSK
Var á HSK þingi í gær á Hvolsvelli. Langt síðan ég hef setið héraðsþing. Líklega ekki síðan ég var vestur í Dölum 1993. Þingið stóð yfir frá kl. 10.00 - 18.00.
Héraðssambandið Skarphéðinn er stórt og öflugt samband. Það vakti athygli mína hversu margir iðkendur eru í golfi og hestaíþróttum. Þeir eru t.d fleiri en þeir sem iðka fótbolta á svæðinu.
Júdo er nú iðkað á tveimur stöðum; á Selfossi og á Laugarvatni. Júdoæfingar hjá UMF Laugdæla er nýung og hófst síðastliðið haust.
Þetta var ágætur dagur.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar