Leita í fréttum mbl.is

Og svo kom vetur

Eftir einmuna blíðu með logni og lítilli úrkomu kom í Dalina Vetur konungur.  Byrjaði þegar hann sneri sér í norðanátt um síðustu helgi.  Snjóaði þá af og til nokkuð en sérstaklega í Saurbæ og á Skarðströnd og er þar nú kominn mikill snjór.  Skólaútibúið í Tjarnarlundi var því aðeins opin á mánudag og hálfan miðvikudag.

Svínadalur hefur verið opinn eða haldið opnum alla þessa daga og þykir það nokkrum tíðindum sæta að hann sé opin en strandir lokaðar.  Vegurinn yfir Þröskulda virðist alveg glataður; teppast fljótt og veður eru þar og válynd í norðanáttinni.

Búðardalur er mun veðursælli í þessari átt en égátti von á.  Hér var heiðríkja og sól þá daga sem bylur buldi á húsum Saurbæinga.  Þó brá af þessu bæði á fimmtudag og föstudag er kom nokkur snjókoma og skafrenningur.  Snjóðai t.d. grimmt í nótt.

Bara gott að fá smá vetur, sem mynnir mann á í hvaða náttúru og í hvaða landi maður býr.

 


Öskudagurinn

DSCN1307Nú er öskudagurinn nýliðinn.  Hin nýja íslenska hefð er að börn gangi í búningum um þéttbýli landsins og kaupi sér nammi með söng af fyrirtækjum og stofnunum.

Auðarskóli er fyrsti skólinn sem ég starfa í sem það er hefð að nemendur komi við í söngvagöngum sínum.  Í hinum skólunum forðuðust nemendur að heimsækja skólann á öskudag.  Í Auðarskóla var vel tekið á móti hópunum og myndir teknar af þeim öllum og birtar á heimasíðu skólans.  Slóð hér

Rikki lét ekki sitt eftir liggja og klæddi sig upp sem "nörd".  Búningurinn fór honum svo vel að það hvarflaði að okkur að hafa hann bara svona í framtíðinni. 

Rikki fékk mikið nammi og borðaði það fram á nótt án þess að fá svo mikið sem í magann.  Geri aðrir betur.


Í boði frjálshyggjunnar

Hin hægrisinnaða frjálshyggja verður okkur Íslendingum greinilega dýrkeypt.  Vonandi rís hún ekki aftur upp frá dauðum.  Vissara að grafa hana enn dýpra niður í hin svörtu myrkur.
mbl.is Mestu búferlaflutningar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfjölskyldan til Tenerife

Í sumar leggur ættmóðirin Sigríður Símonardóttir upp í ferðalag til Tenerife með öllum afkomendum sínum og mökum þeirra.  Hefð hefur verið fyrir að stórfjölskyldan fari í slík ferðalög innanlands ár hvert en þetta er fyrsta slíka ferðalagið sem farið er erlendis.  Þá hefur hópurinn stækkað jafnt og þétt síðustu árin.

Svona ferðalög eru nú ekki beinlínis gefins þessa dagana, þannig að nú eru flestir að skrapa saman alla þá aura sem þeir finna svo hægt sé að komast í sólina hjá Kanaríubúunum.   Til að svo megi verða höfum við verið dugleg að gera hlutina sjálf; t.d stendur til að blanda sína eigin sólarvörn hér heima áður en lagt er af stað...slíkt sparar þessari ljósu og sólbrunalegu fjölskyldu tugi þúsunda.


Merkileg saga

Sá sem sólundar öllu sínu fé eins og þessi maður og fer svo á bætur... á hann rétt á þeim ?
mbl.is Vann tvo milljarða í lottói en er kominn aftur á bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegur vefur

Rakst óvænt á þennan vef.  Hann geymir aldeilis gott myndefni.  Vel gert hjá nágrönnum okkar á Reykhólum.  http://batasmidi.is/

Seint koma sumir en koma þó

Bændur eru enn að heimta fé. Nú rétt fyrir byrjun þorra heimtust ein útigengin ær með veturgamalli gimbur og lambhrútur, en féð fannst í Austurmúla í Dunkárdal í Dalasýslu. Það var Kjartan Jónsson bóndi á Dunki sem var þar á ferð á fjórhjóli að svipast um eftir fé og fann þá lambhrútinn sem hann átti sjálfur. Kallaði hann þá til vaska smala með hunda úr Kolbeinsstaðahreppi til aðstoðar. Fundu smalarnir hrútinn og skammt frá honum útigengna á með veturgamalli gimbur en þær mæðgur eru frá Hallkelstaðahlíð. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.

Fréttaritari Skessuhorns hafði spurnir af því að ærin Kvika frá Hallkelsstaðahlíð, sem nú kom í leitirnar, væri svolítið forvitnileg af kind að vera og brá sér því í heimsókn þangað heim. Hitti þar í fjárhúsunum þau Sigrúnu Ólafsdóttur og Sveinbjörn Hallsson. Kvika er fædd 2002 og er því að fara á sinn áttunda vetur. Hefur hún alls gengið fjóra vetur úti. Segir Sigrún að hún hafi í tvígang verið felld út úr fjárbókhaldinu því enginn hafi reiknað með henni aftur. Kvika hefur aðeins einu sinni komið heim með ómarkað lamb úr þessum vetrarútilegum sínum.


Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Feb. 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 206647

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband