Mánudagur, 9. febrúar 2009
Frábær birta
Í morgun þegar ég fór af stað frá Selfossi til Reykjavíku var fullt tungl með ótrúlega mikilli birtu. Það var einnig snjór yfir öllu, talsvert frost, heiðskýrt og það glampaði á hjarn og svell til fjalla. Hreint ótrúlega falleg lýsing á umhverfinu.
Mér þótti svo bjart að ég ákvað að prufa að aka án ljósa og var það ekkert mál.
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Hinir öldnu
Í mörgum samfélögum áður fyrr og reyndar enn þann dag í dag voru það það öldungarnir sem réðu eða einhverskonar öldungaráð. Þeir voru lífsreyndastir og höfðu mesta þekkingu á hlutunum.
Það er merkilegt að sjá hvernig landsmálin hafa á síðustu misserum verið að þróast í þessa átt að vissu leyti. Eldra fólk og lífsreyndara er nú skipað í lykilstöður í landsmálum. Ásmundur Stefánsson og Valur Valsson eru orðnir bankastjórar, Jóhanna Sigurðardóttir orðin forsætisráðherra og Indriði Þorláksson ráðuneytisstjóri. Öllu þessu fólki er ætlað að vera skamma stund en er kallað til á neyðarstundu.
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Skemmtilegir fyrirlestrar
Háskóli Íslands gekkst fyrir skemmtilegum fyrirlestrum fyrir nokkru sem báru heitið "Mannlíf og kreppur". Fyrirlestrarnir, sem eru öllum opnir, eru stuttir og áheyrilegir. Ég mæli með þeim.
Hér er slóðin: http://www.hi.is/is/mannlif_og_kreppur
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Takk Jóhanna
Mér finnst afar skemmtilegt til þess að hugsa að þegar maður er orðinn 66 ára gamall geti það vel verið að maður sé á toppnum í einhverju; að eitthvað nýtt ,skemmtilegt og mikilvægt sé að byrja þá en ekki að enda. Vera Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra í 80 daga minnir mann stöðugt á þennan möguleika og hvað jákvætt og ótrúlegt getur beðið manns, þrátt fyrir öldrun.
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Hlaðan er góð
Ég kann allra best við það að lesa í Þjóðarbókhlöðunni af þeim stöðum sem ég prófað í Háskólanum. Plássið er gott, maður getur setið við glugga og svo er líka þessi ljómandi kaffitería þar sem kaffið kostar aðeins 100 kr með ábót.
Stólarnir í Hlöðunni eru hinsvegar ekki nægilega góðir og fer maður að finna fyrir því eftir um það bil tvo tíma. Það eru reyndar líklega þrjár tegundir, sem eru misslæmar, en þær eiga það allar sameiginlegt að setan hallar of mikið aftur eða ekkert fram. Þannig að þegar maður hallar sér fram á borðið, þá fer mann að verkja í aftanverð lærin eftir einhverja stund.
Mamma segir reyndar að þetta leysi ég bara með því að hafa með mér kodda til að sitja á....já kannski að maður prufi það.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar