Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg Jól

Ég óska öllum gleðlegra jóla og farsæls komandi árs. 

 Hef verið í jólabloggfríi og verð það fram yfir áramótin.

Guð veri með ykkur.

Lói

 

jolamynd

Mótmælin bera greinilegan árangur

Það má óska okkar duglegu mótmælendum til hamingju með árangurinn.   Mótmæli þeirra bera greinilegan árangur.  Trúlega verður einnig breyting á landsstjórninni innan tíðar.  Ætli þeim líki til lengdar að horfa á fréttir af þeim sjálfum að væflast um bakgarða í lögreglufylgd.

Þetta virkar gott fólk ! 


mbl.is Tryggvi hættur í Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólafrí

Það tókst og stóð á endum.  Er að skila síðustu ritgerðinni minni á þessari önn í dag og er þar með kominn í jólafrí í skólanum.  Í mánuð. 

Vár í Jólaboði hjá mömmu í gær.  Það hefur lítil breyting orðið á matarlyst fjölskyldunnar sýnist mér.

Þá er næst að halda áfram að mála og leggja svolítið af parketi fyrir jólin.

 


Safna jólaorku eða bíð eftir áfallahjálp

Ég þarf að fara að safna saman minni jólaorku, svo ég hafi það nú af að setja upp  jólaseríur í húsið.  Er núna að klára stóra ritgerð sem ég skila á mánudaginn.  Hlýt að fyllast jólaanda eftir það og drífa í jólaskreytinum.

Ég hef hinsvegar ekki haft neina lyst til að taka eina einustu mynd eftir að diskur með 2000 fullunnum myndum stafrænum myndum fór í gólfið og eyðilagðist.  Einu myndirnar sem eftir eru, eru hér á síðunni og svo um 100 á flikr síðunni minni.

Held að ég verði að fá síðbúna áfallahjálp svo ég byrji aftur að taka myndir.

 

 


Sannar að það þarf að mótmæla

Þessi ótrúlega atburðarás sannar bara enn einu sinni fyrir mér að fólk hefur drjúga ástæðu til að mæta á Austurvöll og lýsa yfir vantrausti á yfirvöld.
mbl.is Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmist á ríkisstjórnina ?

Á meðan svona óvinsæl ríkisstjórn situr með þorra landsmanna á móti sér og neitar lýðræðislegum kosningum þá verða stöðugt til fleiri öfgamenn í landinu.  Hlaut að gerast og á hugsanlega eftir að versna...  það verður að taka fóður öfgahópanna burtu...annars bara vaxa þeir og dafna.

Og sannið til...það verða margir til að hugsa með þessu fólki, sem hingað til hefur verið einangrað í aðgerðum sínum.

 


mbl.is Ólæti á þingpöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarpsstöðvar

Hef tekið að ganni mínu saman lista yfir útvarpsstöðvar á Íslandi.  Hann varð nú miklu lengri en ég hugði.

Rás 1www.ruv.is  
Rás 2www.ruv.is 
Bylgjanwww.bylgjan.is 
FM 957 www.fm957.is 
Lindin www.lindin.is 
X-ið www.xid977.is 
Útvarp Saga www.utvarpsaga.is 

Flass 104.5www.flass.is     
Rondóhttp://dagskra.ruv/rondo   
Útvarp Latibær www.krakkabanki/netutvarp.html   
Voice www.voice.is   
Boðunarútvarpið http://www.bodunarkirkjan.is/Utvarp%20Bodun1Fm105.5.htm   
Útvarp Suðurland - engin heimasíða -   
    


Geir framleiðir vinstri- og öfgahópa

Á meðan Geir situr sem fastast og á meðan Davíð situr sem fastast þá styrkjast vinstri öflin í þjóðfélaginu stöðugt.  Það væri  svo sem í lagi undir venjulegum kringumstæðum þvi hófleg vinstri umræða er góð og nauðsynlegt mótvægi við hægriumræðuna.

Hitt er verra að normið fyrir "vinstri" og "róttækt" hefur breyst.  Nú finna stöðugt fleiri sér skjól undir nýjum merkjum, í nýjum hópum og hreyfingum, sem spretta dag hvern fram á sjónarsviðið á Netinu.  Hver heimasíðan á fætur annarri, nýir fjölmiðlar á netinu og nýjar bloggsíður.  Og heimsóknir á þessar síður eru þúsundir í viku hverri.  Já þúsundir finna samsömum með lestri byltingaáróðurs á meðan hægri menn hröklast hvarvetna út í horn.  Svona þróun býður hættunni heim.

Það ótrúlegasta við þetta allt saman er þó það að ef Geir og Ingibjörg hefðu farið strax frá völdum og látið kjósa hefðu flokkarnir að öllum líkindum haldið þingmeirihluta sínum.  Sjálfstæðisflokkur misst 8 menn og samfylking fengið 4 menn.  Mesta viðspyrna mótmælenda væri þá hrunin.  Helsta fóður öfgahópa búið.  Ríkiststjórnin með fótfestu á ný, með endurnýjuðu umboði.

En þess í stað situr Geir sem fastast og heldur þétt utan um Davíð. ...   og framleiðir á degi hverjum vinstri- og öfgahópa.


mbl.is VG stærsti flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Des. 2008
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband