Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Ragnar Reykhás
Furðulegt hvað þessi kreppa breytir hratt sjónarhorni manns á ýmsum hlutum í eigin neyslu. Á c.a einum mánuði hefur komið í ljós að eitt og annað sem maður keypti var verið að neyta í talsverðu óhófi (samt talin fremur hógvær fjölskylda í neyslu).
Ég ólst upp við það að mestallt sem keypt var til heimilisins var keypt í litlu kaupfélagi (Kaupfélagi Saurbæinga Skriðulandi). Mjög margir versluðu nær eingöngu þar og töldu að allt sem ekki fengist í þessari annars mjög svo ágætu búð, væri óþarfi.
Skilgreining á hvað er óþarfi er greinilega eitthvað sem tengist sterkt kaupmætti hvers og eins. Sem þýðir að einhverjir geta með nokkuð auðveldum hætti haft mikil áhrif á mat okkar á slíku nema við séum haldin "kaupfélagstrúnni".
Úff. Ferlega er maður "fattlaus". Búinn að vera að kaupa ýmsar "nauðsynjar" sem maður nú telur algjörlega óþarfar. Ja...hver er Ragnar Reykhás núna ?
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Þörf vefsíða
Mikið var ég feginn að sjá að til væri vefsíða sem ég gæti þakkað Færeyingum fyrir lánið og vinskapinn. Það hefur mörgum liðið þannig að þeim hefur fundist þeir hafa eitthvað til að þakka fyrir.
Góð og þörf vefsíða.
![]() |
Færeyingum þakkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar