Leita í fréttum mbl.is

Þegar eldur er laus

Efnahagsbálið á Íslandi logar skærar en flest önnur slík í Evrópu.  Nánast því flestir sem tjá sig um þennan bruna telja hann að stórum hluta  kveiktan af stjórnmálamönnum, sem haldið hafi um stjórnartauminn síðusta áratuginn eða svo.

Nú stjórna slökkvistarfinu sömu aðilar og kveiktu bálið.   Það virkar fáránlega en...

Þegar ég var lítill hafði ég gaman af því að kveikja í sinu heima í sveitinni.  Það fór eftir ákveðnum reglum sem pabbi stýrði.  Einu sinni freistaðist ég til að kveikja sinu í lítilli þúfu án vitundar pabba. Ég réði ekkert við eldinn og hann fór þegar í næstu þúfur og breiddist hratt út.  Ég hamaðist við að slökkva enda vissi ég uppá mig sökina.  Að lokum stöðvaðist sinubrunin; aðallega vegna þess að í mýri og skurðir stóðu að lokum í vegi fyrir honum.

Við þessar aðstæður hefði verið fáranlegt að reyna ekki að slökkva.   Því hef ég fullan skilning á því að sökkvimenn þjóðarinnar fari fram í tilraunum í að koma böndum á efnahagsbálið. 

Það verður síðan að koma í ljós hvort einhver treystir þeim til að fara með eldfæri aftur.

 

 


Tú alfagra land mítt

140px-Flag_of_the_Faroe_Islands_svgTú alfagra land mítt
Tú alfagra land mítt,
mín dýrasta ogn!
á vetri so randhvítt,
á sumri við logn,
tú tekur meg at tær
so tætt í tín favn.
Tit oyggjar so mætar,
Gud signi tað navn,
sum menn tykkum góvu,
tá teir tykkum sóu.
Ja, Gud signi Føroyar, mítt land!

Þannig hljóðar fyrsta erindi þjóðsöngs Færeyinga.   Færeyingar ákváðu af frændsemi og stórhug að lána Íslendingum  peninga; mjög mikla peninga reiknað á höfðatölu.   Það er ekki í fyrsta skipti sem þeir koma til hjálpar.  Eftir snjóflóðið í Súðavík, í miðri eigin kreppu, söfnuðu þeir miklum peningum.  Mér hefur í þessum hugleiðingum gengið illa að finna viðhlýtandi dæmi þar sem Íslenska þjóðin hefur komið þeim til aðstoðar.  Rámar þó í það að að þeim hafi verið leyft að veiða innan íslensku lögsögunar eitthvað magn af fiski þegar kreppan var sem verst hjá þeim.

Vonandi gleymir ekkert íslenskt mannsbarn þessari aðstoð og minnist Færeyinga ætið vel.  Gaman væri að fleiri færu svo að fordæmi Háskólans á Bifröst og biðu Færeyingum að njóta vel hér á Fróni. Sjá fréttina hér. http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/29/bydur_faereyingum_okeypis_nam/


Vatn

Undan farin ár hefur sala á vatni á flöskum aukist verulega.  Bæði er um að ræða kolsýrða drykki og ókolsýrða.  Fyrirtaks markaður virðist hafa verið fyrir vatnssölu á Íslandi; landi þar sem vatn úr krana, lækjum, vötnum og ám er fyrsta flokks.  Sem sagt við höfum kosið það sífellt oftar að borga fyrir drykk sem fæst ókeypis um allt land.

Erum við ekki frábær ?  


Hugarfar

Það er vissulega slæmt ef græðgi er leyfði í nafni kapitalisma þannig að óhóf eins leiði til þess að fjöldi fólks líður fyrir.

En það er að mínu viti enn verra þegar spiltur sjórnmálamaður í umboði kjósenda fer þannig með vald sitt að fjöldi fólks líður fyrir.

 


Bara til...

Þegar kreppan er yfirstaðin og fólk farið að ferðast á nýjan leik þarf maður eiginlega að fara að leita að stað þar sem Íslendingar verða ekki að aðhlátursefni.  

Mig langar t.d ekki mikið akkúrat núna til London eða Kaupmannahafnar.   Veit ekki með Skotland, hvort það gengi.  Hinsvegar gæti ég vel trúað að Írland gengi ágætlega, þeim er alveg í blóð borið að hafa horn í síðu Englendinga; óvinir Englands eru næstum sjálfgefnir vinir þeirra.

Svo má trúlega alveg gefa sér að Færeyingar taki vel á móti manni og kannski Norðmenn.  Síðan er ég alveg viss um að allar Múhameðstrúarþjóðirnar hafa ekkert meira á móti okkur eftir bankakreppuna en fyrir hana.

Já...hversvegna skyldi það nú vera.


Fall flakkarans

Það er því miður satt; flakkarinn minn datt í gólfið í miðri vinnslu.  Svona óhapp sem ekki á að geta komið fyrir.  Tölvuviðgerðaverkstæðið segir að hann sé svo mikið bilaður að ekki sé hægt að ná út af honum gögnum.  Önnur verkstæði segja að það sé hægt, en þá þurfi að opna hann og það sé bara gert erlendis.  Kosti hugsanlega um 100.000 kr.

Fall flakkarans kom illa við mig.   Inni á honum voru fjölskyldu- og ferðamyndir í þúsundatali, eða frá árinu 2004 ásamt haugi að skönnuðum gömlu myndum sem ég var að vinna með.  Einnig mikið af stafrænum vídeóklippum.  Myndirnar voru í minni eign, Birnu og Rikka.

Og nú get ég ekki fengið mig lengur til að taka upp myndavélina og taka myndir...ekki strax allavega.

 


Bloggleti

Ekki hef ég verið duglegur að blogga undanfarið.  Ekki vantar efni ef marka má lætin í þjóðfélaginu.  En ég hef eiginlega ákveðið að vera ekki mikið að velta mér uppúr kreppufréttum.

Á laugardaginn var gerðist sá merkisatburður að rafmagnsorgelið hennar Guggu var gefið og flutt af heimilinu.  Þessi ágæti og vandaði gripur, sem var fermingargjöfin hennar Guggu hefur fylgt okkur  alla okkar búskapartíð í 24 ár.  Á öllum okkar heimilum hefur orgelið staðið einhversstaðar.  Verið á Hvolsvelli, Reykhólum, Reykjavík, Laugum, Siglufirði og á Selfossi.  Það á bara eftir að komast á Austfirði.

Í stað orgelsins er komið rafmagns-hljómborð (ábyggilega 4 sinnum minna og léttara).  Rikki stundar nú sínar píanóæfingar á það.


Geta ekki allir notað Byr ?

Byr fór ekki á hausinn.  Upplagt að allir útgerðamenn á Íslandi noti þann ágæta Sparisjóð eða bara Saprisjóð Vestmannaeyja.
mbl.is Starfsemi útgerðarfyrirtækja í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármagnskostnaður - samkeppni

Atlantsolía lækkar eldsneytisverð verulega og ef önnur olíufélög gera það ekki líka á sama hátt er hugsanlega loksins komin einhver samkeppni.

Olíufélögin hafa sagt aukinn fjármagnskostnað vera helsta áhrifaþátt þess að þau hafa aukið sína eigin álagningu síðstu misserin.   Mér hefur hinsvegar alltaf fundist afar dularfullt að þau ættu við nokkurn veginn sama fjármagnskostnaðarvanda að eiga; allavega hafa þau verið samstiga í því að taka meira til sín af álagningunni.  Líka Atlantsolía.

En kannski stendur Atlantsolía betur en hin olíufélögin.  Sjáum til.....kæmi þó ekki á óvart að á morgun væru öll ennþá með svipað verð.


mbl.is Atlantsolía lækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kornrækt

Þegar Íslendingar í dag tala um korrækt  þá eru þeir að tala um ræktun á byggi því ekki þrífst með góðum hætti nein önnur korntegund á Íslandi.  Korn er nú ræktað í öllum landshlutum, þó mest sunnanlands.  Bændur sem rækta korn eru nú um 600 talsins.  Flestir rækta það til þess að nota sem kjarnfóður handa búsmala sínum en kornrækt til manneldis fer stöðugt vaxandi.

Þessi farsæla kornrækt sem við erum nú orðin vitni að hér á fróni ætti aldeilis að koma að góðum notum í "bankakreppunni" og sýna hversu mikilvægt er að hafa innlendan landbúnað, þegar ekki er auðvelt að nota "íslenska krónu" í millilandaviðskiptum.

 


Næsta síða »

Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Okt. 2008
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband