Fimmtudagur, 9. október 2008
Mjög skynsamleg tillaga
Þessi tillaga er mjög skynsamleg hjá honum Birki. Með þessari tillögu losna stjórnmálaflokkarnir við að etja kappi innbyrðist, sundrast og jafnvel klofna. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og jafnvel Samfylkingin eru klofin í afstöðunni. En með því að setja þetta í þjóðaratkvæði yrðu allir flokkar að lúta niðurstöðu, hver sem hún yrði.
Þetta verður tvísýn kosning og spennandi.
Til hamingju með þetta Birkir !
![]() |
Vill þjóðaratkvæði um ESB-umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. október 2008
Áfram Selfoss
![]() |
Þrjú lið upp um deild? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. október 2008
Blessuð drulluveðráttan
Það er að koma aftur rigning. Það verða að teljast góðar fréttir fyrir þjóðarbúið, því úrkoman viðheldur orkuframleiðslu landsins. Nú er verið að safna í öll miðlunarlón eins miklu vatni og þau taka svo hægt sé síðar að keyra rafmagnsorkuverin, þótt langvarandi þurkar séu. Semsagt til þess að framleiða raforku til langframa þarf mikla úrkomu; bæði í föstu og fljótandi formi.
Mér skilst að það taki um það bil þrjá mánuði að auka eða draga úr framleiðslu rafmagns í kjarnorkuverum, meðan það tekur enga stund í vatnsaflsorkuverum. Olíu- og kolaorkuver eiga ekki í þessum erfiðleikum en menga þess í stað einhver ósköp.
Já blessaðir jöklarnir með allar sínar jökulár, blessuð kalsarigningin og blessuð slyddan. Blessuð sé komandi drulluveðrátta og megi hún verða sem blautust.
(Mynd fengin af vef Orkustofnunar)
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. október 2008
Snjóar beint á laufguð tré
Ég man bara eftir þvi að hafa upplifað það tvisvar áður að snjór falli beint á laufguð tré. Þetta gerðist einu sinni meðan ég var við nám í Reykjavík og svo aftur á Siglufirði. Það er svo sem ekkert að marka því lengst af uppvexti mínum var ég alls ekkert nálægt trjám, svo trúlega gerist þetta með relgulegu millibili. En samt er þetta sérstakt að sjá græn tré undir snjófargi.
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar