Föstudagur, 26. janúar 2007
Mér fyndist mjög töff...
" Mér fyndist mjög töff ef Íslendingar yrðu eina þjóðin sem keyrði bara um á svörtum bílum. Lagalega séð ætti þetta að vera hægt. Nóg væri fyrir Alþingi að setja lög sem bönnuðu innflutning á öðrum en svörtum bílum. Flestir bílaframleiðendur eiga alla sína bíla í svörtum lit og því ætti þetta ekki að hefta frjálsa för vöru samkvæmt EES-samningnum, en það er þegar allir framleiðiendur eiga jafnmikla möguleika á markaðnum. Þetta er samt á gráu svæði varðandi samkeppni. "
Bergur Ebbi Benediktsson DV Föstudaginn 26. janúar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 23. janúar 2007
Efri árin mín eru framundan
Undanfarin ár hafa aldraðir á Íslandi hótað því að stofna stjórnmálaflokk til að koma sínum málum betur í umræðuna. Allir stjórnmálaflokkar hér á Fróni telja að slíkur flokkur munu ekki ná neinu fram. En nú er komið að því að aldraðir standa við orð sín. Sú kynslóð sem nú er komin á sín efri ár er ekki jafn kröfulausir þyggjendur og fyrir 10 - 15 árum þegar mátti bjóða þeim elstu hvað sem var. Þetta er að stærri hluta en áður fólk sem lítur á það sem skýlausan rétt sinn að fá að njóta efri ára sinna í stað þess að setjast hljóðir hjá eftir að atvinnuþátttöku lýkur.
Þetta fullorðna fólk sem nú leggur í stjórnmálabaráttu til þess að bæta kjör sín og stöðu er einnig að gera það fyrir okkur; alla þá sem seinna verða aldraðir. Því höfðar þetta framboð sannarlega til allra landsmanna, án tillits til aldurs.
Ég óska þeim gæfu og góðs gengis.
Fimmtudagur, 18. janúar 2007
Klikk, klikk ...klikkaðir foreldrar
Nú nýlega komst upp um foreldra sem höfðu læst stúlkubarn sitt tvö ár inni í herbergi. Af einhverjum ástæðum byrjaði þetta sem refsing sem hélt svo áfram dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Þegar stúlkan fór að heyra raddir í skelfilegri einangrun sinni og farið var með hana á sjúkrahús, komst upp um foreldrana.
Það er ljóst að eitthvað hefur brunnið yfir og skammhlaup orðið í uppeldisaðferðum foreldranna. Einhverskonar kerfisbilun, sem leiddi til þess að þeir "klikkuðu" og fóru að breyta rangt. Það sem veldur manni nú samt mestum ugg er að þessar "bilanir" virðast færast í vöxt. Maður heyrir nú reglulega furðulegar sögur af börnum sem hafa alist upp við hin undarlegustu aðstæður.
Hvað þarf eiginlega til þess að maður "klikki" svona rosalega ? Það reyndar fylgir yfirleitt aldrei sögunni...hæsta lagi að viðkomandi hafi ekki verið heill á geði. En mér virðist sem fólk sé bara í miklu meiri mæli að "klikka" eða "snappa" með herfilegum afleiðingum.
![]() |
Stúlka lokuð inni í herbergi í tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 9. janúar 2007
Skrefamælir
Um jólin fékk ég skrefamæli í jólagjöf frá Guggu. Þetta er einfallt tæki sem telur skref útfrá hreyfingu mjaðma. Ekki kannski það nákvæmasta í heiminum, en gerir sitt gagn. Það er nefnilega hægt að mæla hlutfallslega ýmsa hreyfingu með þessum litla mæli.
T.d er ljóst að ég fæ 30 - 50 % af allri minni hreyfingu á klukkutíma útburði Fréttablaðsins á morgnana. Ef ég er rólegur í tíðinni einhvern helgidaginn og sit við lestur eða í tölvu er hreyfingin allan dagin eins og hálftími í göngu ! Þá kemur einnig í ljós að heimilisstörf eins og tiltekt eða vinna í eldhúsi eru ótrúlega skrefadrjúg. Þá telur það mikið að labba í og frá vinnu eða fara gangandi í búiðir eða heimsóknir.
Eftir þessa mælingar á skrefum veit ég furðu miklu meira um hreyfihefðir mínar. Og ltili skrefamælirinn minn virkar stöðugt hvetjandi á mig til enn meiri hreyfingar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 6. janúar 2007
Að halda dáin upp á jólin
Það eru komnir einhverjir áratugir síðan maður heyrði fyrst um það í erlendum fréttum að fólk væri að finnast látið í íbúðum sínum löngu eftir að það dó. Svo mikil er einsemdin og afskiptaleysið að í einhverjum tilfellum var fólk búið að vera dáið í einhver ár áður en það fannst. Slíkt fólk kom þá oftast í leitirnar þegar viðkomandi höfðu ekki borgað hita, rafmagn eða leigu mánuðum saman.
Þetta var þá fjarlægur atburður þótt óhugnalegur væri. Nú berast innlendar fréttir af því að enginn hafi saknað níræðrar konu um liðin jól. Enginn ættingi eða vinur fylgdist með henni. Það gerðu nágrannar hinsvegar að einhverju marki, sem betur fer, og létu lögreglu vita þegar gamla konan hafði ekki sést í nokkurn tíma.
Þótt hér sé tíminn ekki talinn í árum bregður manni samt. Er virkilega hægt í okkar samfélagi að verða slíkur einstæðingur að enginn taki eftir því þegar maður deyr ? Erfitt er að trúa slíku og erfitt er að kyngja þessum staðreyndum.
![]() |
Öldruð kona fannst látin í íbúð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 3. janúar 2007
Lélegur lögreglubíll fyrir fáa Dalamenn
![]() |
Lögreglubíllinn hefur bilað í 58 skipti á tveimur árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Góðar slóðir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 206650
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar