Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Fastur á netinu

Ég hef notað Flickr (www.flickr.com)  síðustu árin, sem geymslu og sýningarstað fyrir myndirnar mínar.  Vefurinn er góður ég hef svo sem ekki haft áform um að hætta að geyma þar myndir.

En svo hef einnig verið með að ganni reikning hjá Nikon (aðallega að því að ég á Nikon myndavél), sem rekur myndavefinn my picturetown (www.mypicturetown.com) .  Sá vefur var ekki merkilegur fyrir svona þremur árum en hefur tekið miklum framförum og í dag er hann að verða ansi góður.  Það sem ég kann best við vefinn er hversu auðvelt er að halda skipulagi á myndum eftir hefðbundu möppukerfi.  Flickr býður nefnilega ekki upp á þetta, nema takmarkað.  Þá er hann allur einfaldari í notkun - maður þarf að hafa verið dáldið lengi á Flickr til að finna til öryggiskenndar.

Svo allt í einu hvarflaði að mér að skipta- er líka ódýrara sá ég.  En þegar maður er kominn með 700 myndir á flickr er hreint ekki auðvelt að fara að skipta - eiginlega bara ómögulegt.  Svo mér sýnist maður vera fastur þarna í áskrift.

 

Þetta var ég bara að fatta núna Frown 


Borgarafundir á netinu

Borgarafundur

Einn hópur sem hefur haft sig frammi er sá er skipuleggur borgarafundi.  Þeir hafa verið í Iðnó og á Nasa og nú stendur til að fylla Háskólabíó mánudagskvöldið 24. nóv.  Heimasíða þessa hóps er sérlega góð og öflug.  T.d er hægt að sjá upptökur af öllum þeim borgarafundum sem hópurinn hefur staðið fyrir, með tengingum yfir á You tube.  Í gangi er hugmyndabanki, gestabók, greinaskrif og haldið er utan um allan fréttafluttning í landinu af þessum fundum.

Meginmarkmið fundanna er að koma á beinu sambandi milli hins almenna borgara og ráðamanna.  Fólk á að geta spurt þá milliliðalaust á fundum.  Vandinn hefur hinsvegar verið að þeir eru lítt fúsir að mæta á fundina.

Annars byggjast fundirnir upp á erindum (ekki löngum) og svo umræðum á eftir. Og maður þarf ekki fylgjast lengi með þeim til að upplifa reiði og ólgu.

Þeir sem ekki komast á svona fund en langar að vera þátttakandi geta vel stuðsti við þennan vef.


Lesefni fyrir mótmælendur og okkur öll !

Ég notaði morguninn í að skoða aðeins mótmælahópa og jaðarfjölmiðlun á Netinu.  Þetta var afar áhugaverður leiðangur og kaffibollarnir urðu fleiri en ég hugði fyrir framan tölvuna.   Mig langar í framhaldinu til að fjalla um í nokkrum áföngum  um þessi vefsvæði.

Dagblaðið Nei
Mér dvaldist við lestur á þessu vefsvæði.  Það er vel uppsett, með mikið af efni og fjölbreytileikinn er mikill.  Heimsóknir á vefsvæðið skipta þúsundum eða um 28.000 á viku hverri.  Umfjöllunin er að sjálfsögðu pólitísk og í anda atburða síðustu viku.  Nokkrir þekktir einstaklingar koma að útgáfunni, sem ber með sér reynslu af blaðamennslu.

Fyrir utan skemmtilegan og títt uppfærðan fréttafluttning má finna athyglisvert efni. Meðal þess sem finna má er baráttusöngur.  Fasta dálka eins og "Rasistavaktin" "Krepputjútt"  og "Ábyrgðir".  Fréttirnar eru í uppljóstrunar og baráttu stíl en allir geta skrifað við þær eigin athugasemdir, sem er skemmtilegt að sjá og lesa.  Ekki er hægt að sjá neinstaðar riststjórnarstefnu aðra en þá miðillinn lofar engum íþróttafréttum. 

Mér fannst lesningin öll hin hressilegasta og hafði hún meiri örvandi áhrif en morgunkaffið.  Ég ráðlegg öllum að líta við á Dagblaðinu Nei og setja það í favorites möppuna sína.


Búinn að prófa Flickr !

Ég notaði morguninn í að skoða Flickr vefinn margfræga. www.flickr.com  Í stuttu máli kom hann mér á skemmtilega óvart.  Ég hafði eiginlega búist við hálfmisheppnuðu veftóli.   Hann reyndist ótrúlega góður til að hlaða inn myndum, góður í að halda utan um skipulag á myndasöfnum, frábær í að deila myndum og myndasöfnum með öðrum og nothæfur í að vinna með myndir.    Maður fær svæði sem hægt er að geyma einhver hundruð mynda (fer eftir stærð) en ef maður vill meira og líka tól fyrir vídeómyndir þá er hægt að greiða 2000 kr á ári fyrir ótakmarkað magn. Svo bíður vefurinn upp á slideshow, ýmsa útprentimöguleika og margt margt fleira.  Eitt það sniðugasta sem ég rakst á(samt nokkuð í land með þróun) er að hægt er að merkja myndir, sem maður tekur, inn á landakort eftir staðsetningu þeirra.

Myndvinnslan er í lagi en til að fá alla eiginleika hennar þarf maður að greiða um 2000 kr hjá Picnik. www.picnik.com .  Kosturinn er auðvitað sá að með þessu myndvinnslutóli er hægt að vinna myndir á netinu, hvar og hvenær sem er.  En það er seinlegt.   Mæli frekar með að myndirnar séu unnar áður en þær eru settar á netið og þá sé notað  hið flotta, góða  og algjörlega fría myndvinnslutól PhotoScape www.photoscape.org   

Nú á ég 14 myndir inni á www.flickr.com/photos/guggaogloi

 


Bloggari

Eyjólfur Sturlaugsson
Dalamaður 
eyjolfur.sturlaugsson@gmail.com

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband